Helgafell - 01.04.1954, Side 23
Pamphilus
[Latneska ástakvæðið Pampilus — eða Pamphilus de Amor eins og það er stundum
nefnt — er talið vera ort á ofanverðri 12. öld. Allt er á huldu um höfund þess. Kvæðið naut
snemma mikilla vinsælda, og var því snarað á ýmissar þjóðtungur, svo sem ítölsku, frönsku
og norrænu. Norræna þýðingin mun vera frá fyrri hluta 13. aldar, og benda líkur til
þess, að hún sé gerð í Noregi. Er ekki ósennilegt, að hún stafi frá bókmenntaáhuga Hákon-
ar gamla, en hann lét norræna nokkrar bækur, eins og alkunnugt er. Þýðingin er varðveitt
1 einu handriti, og geymt í háskólabókasafninu í Uppsölum. Niðurlag vantar í liand-
ntið, en frumkvæðinu lýkur á þann veg, að Pamphilus fær meyjarinnar með fulltingi
kerlingar
Þýðingin hefur tvívegis verið gefin út, fyrst af E. Kölbing í tímaritinu „Germania ‘
XXIII. bindi 1878, og síðar af Ludvig Emil Olsen í ritgerðum norska vísindafélagsins 1940.
Utgáfa Olsens er forkunnar vönduð, ljósprentun af handriti og stafréttur texti. Hér er
því farið eftir þeirri útgáfu, og eru eftirtaldar breytingar gerðar: Stafsetning er færð til nú-
timahorfs, nöfnum pesóna skotið inn á viðeigandi stöðum og örfá auðsæileg pennaglöp
eru leiðrétt. ]
Hermann Pálsson.
PAMPHILUS:
,,Eg em særður,
og ber eg gaflak undir hjarta mínu.
Sár og harmur vex mér jafnan,
og ei dirfumst eg að segja nafn höggvanda,
og ei lætur sjálft sár sýnast.
Því vænti eg þar meira háska mínum skaða,
og engi lækning mun gera heilsu hjálp.
Hverja götu skal eg bezta grípa,
eða hvað skal eg til taka?
Hvergi má eg öruggur fara.
Eg segi til meina minna,
og er sök til hin réttasta.
Gnótt er eigi ráðs mér,
sem þeim er mart er að meini.
Þörf gerir margs að freista,
og vél hjálpar oft sínum drottni.
En mitt sár birtir sig með réttri skipan,
hvílíkt það er
eða hvaðan það kom,