Helgafell - 01.04.1954, Page 53
BERTEL TORVALDSEN OG FAÐIR HANS
51
„Ef ég skyldi í síðasta bréfi mínu hafa verið helzt til óspar á þung orð,
vildi ég biðjast þess, að þú feldir þau undir klæðafaldi kærleikans.
Þú getur gert þér í hugarlund, hvernig mér var innan brjósts þegar
ég kom í Vartov og átti að vera innan um tóma halta menn og blinda,
málleysingja og alls konar kriplinga. Ég vissi naumast sjálfur, hvað' ég
skrifaði í bræði minni“.
Hann ber líka Thorvaldsen kveðju frá Monrad etatsráði: „Ég hef talað
við hann í dag. En vinir þínir skulu ekki geta sagt, að ég hafi troðið þeim
um tær“.
Og — síðast alls er það neyð hans og stolt, sem hrópar til himinsins í
þessum lokaorðúm: „Guð geji mér annað tveggja, dauða eða brauð!“
Hálfu ári síðar skrifar Thorvaldsen enn bréf til Abildgárds, þar sem
hann segir meðal annars: „Þökk, kæri herra jústitsráð, fyrir alla góðvild,
auðsýnda föður minum, sem mér er engu síður kœr en umhyggja sú, er þér
hajið borið jyrir minni eigin veljerð".
En nú líður að lolcum í Vartovhæli. Fjórum mánuðum síðar er Gott-
skálk Þorvaldsson allur. Hann deyr, 66 ára gamall, 24. október 1806. Og
aðeins ári seinna — er fjárhagsáhyggjum Thorvaldsens lokið.
En sonarlegri rækt hans var ekki lokið.
Þegar Thorvaldsen sá loks aftur fæðingarbæ sinn árið 1819, þá löngu
heimsfrægur maður, var tekið á móti honum með konunglegum hátíða-
höldum, þar sem landar föður hans buð'u hann einnig velkominn heim —
af Islands hálfu. Það mun og sennilega hafa verið eftir heimkomuna til
Danmerkur, að hann einsetti sér fyrst að Ijúka því verki, sem hann ætlaði
minningu föður síns til heiðurs í sambandi við það land, sem „hafði eftir-
látið honum það nafn, er nú var haft yfir með svo mikilli virðingu um
allan heim“, eins og ævisagnritari hans, Thiele, kemst að orði. Þetta verk
var gjöf hans til íslands, skírnarfonturinn í dómkirkju Reykjavíkur.
I endurminningum þeim, sem Thorvaldsen las Stampe baronsfrú fyrir,
kemst hann svo að orði um þetta listaverk: „Hitt eintakið (af skírnarfont-
mum frá Brahe Trolleborg) gerði ég handa Miklabæjar-kirkju á íslandi,
og er á því sú breyting frá frumgerðinni, að rósakrans umvefur skírnarfatið.
Eg gaj skímarjontinn þangað vegna áhuga míns jyrir jœðingarbœ jöður
míns“.
Skírnarfonturinn var ekki fullgerður fyrr en árið 1827. I íslenzku mán-
aðarriti frá þeim tíma, Sunnanyóstinum, birtist nokkrum árum síðar ferða-
bréf frá ungri íslenzkri stúlku, sem dvelur jólakvöldið 1827 með etatsráði
Thorvaldsen og vinum hans í Róm. Þessi unga stúlka er Kristjana Briem,
dóttir æskuvinar Thorvaldsens, og fræg fyrir fegurð sína. (Hún giftist síðar
til Þýzkalands). í þessu heillandi ferð'abréfi til foreldranna getur hún síð-
ustu verka Thorvaldsens og þeirra á meðal skírnarfontsins, sem hann ætli
á næsta sumri að gefa íslandi. Það dróst þó í fimm ár að senda hann til
Kaupmannahafnar. Þar var hann enn geymdur þegar Thorvaldsen hvarf
beim til Ivaupmannahafnar árið 1838, og tók þá meistarinn sjálfur sig fram
uiu það að fá hann sendan af stað.