Helgafell - 01.04.1954, Page 83
NOKKUR ATRIÐI ÚR GlSLA SÖGU SURSSONAR
81
ríðandi móti þeim frá Haukadal al-
fara leið; mundi hann hafa ljóstrað
upp leyndarmálinu.
— Árbækur hins íslenzka fornleifa-
félags, sem útgefandi vitnar til í for-
niálanum, hefi ég ekki við hendina.
En faðir minn, Ólafur Guðbjartur
Jónsson, sem þá var um það bil að
taka við búskap í Haukadal, og mun
hafa aðstoðað Sigurð Vigfússon við
uppgröftinn, sagði: „Sigurður kom
niður í skála Gísla, fjósið í Sæbóli;
hitti alveg á grafreit Vésteins, en
fann aldrei legstað Þorgríms. Mun
alltaf hafa leitað of ofarlega í holtið.“
Þetta er sennilegt; hafa fleiri flask-
að á því, en Sigurður. Ég hygg, að
Þorgrímur hafi verið heygður inn í
holtið innst og neðst, en ekki ofan í
það. Meðal annars má benda á þetta:
jjGísli gengr til óssins ok tekr upp
stein einn, svá mikinn sem bjarg
Væri, ok leggr í skipit-----“ Slíkan
stein ber enginn upp á Árholt. Sem
daemi má nefna, að reiðgatan upp úr
Jalnum, lá alla tíð utan 1 Þorgríms-
haug, er komið var yfir vaðið á ánni;
Þótti of bratt að ríða allan brattann.
°g er brúin var lögð nokkru ofar,
Þurfti mikla uppfyllingu og jarðrask
til að fá hæfilegan halla á akbraut-
lna, sem lögð er á syðri jaðri Árholts.
V.
Ornefnið Koltur kemur ekki fyrir
1 Gísla sögu, en stendur að öðru leyti
1 svo nánum tengslum við sögustað-
lna, eins og áður er sýnt, að fram
hjá því verður ekki gengið. Mér vit-
arilega er það nú hvergi til á íslandi,
nema 1 Haukadal. í Færeyjum aftur
u móti er það ekki talið óalgengt.
anga má út frá því sem gefnu, að
Puð sé jafn gamalt íslands byggð. Dr.
innur Jónsson telur það þýða „land,
þar sem skiptast á hólar og dældir“.
Þetta á ágætlega við Koltursdal og
Kolturshom. Koltur heimar í daln-
um, þar sem Orrastaðir voru áður,
mun vera nýrri nafngift. Þar er og
Koltnalækur og Koltnabali; fimm
örnefni allt. En hvers kyns er nafn-
orðið? Þar skiptir í tvö, ef ekki þrjú
horn. Ég er fæddur og uppalinn í
Haukadal og heyrði ég þrjú síðast-
töldu örnefnin aldrei öðruvísi viðhöfð
í mæltu máli, en í kvenkyni í fleir-
tölu, og svo er það enn í dag: „Farðu
fram í Kolturnar, drengur minn, og
stuggaðu ánum upp á Lambadalinn."
Samsetningin: Koltnabali og Koltna-
lækur ber það með sér. Öðru máli
gegnir með samsetninguna Kolturs-
dalur og Kolturshorn. Þar er beyg-
ingin sterk, r-ið stofnlægt og kven-
kyn útilokað. Þessi orðmynd er upp-
runalegri, og ætti orðið þá annað
hvort að vera karlkyns(?) eða hvor-
ugkyns. Ég ætla hið síðasttalda rétt-
ast vera og orðið beygjast eins og
offur, koffur og hreiður.
Þótt bil sé á milli í tíma og rúmi,
liggja sömu hugtengdir til grundvall-
ar óskeikulli staðháttarlýsingu sögu-
ritara Gísla sögu Súrssonar í Hauka-
dal og hinni alkunnu vísu Stephans
G. Stephanssonar:
Ég sk.il, hvl vort heimaland hjartfólgnast er:
öll höppin og ólániS þaS,
sem œttkvlsl þín beiS, rifjar upp fyrir þér
hver árhvammur, fjallströnd og VaS.
Og þaS er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt,
þar hreystiraun einhver var drýgS,
og svo erí sem mold sú sé manni þó skyld,
sem mœSrum og feSrum er vígS.
Það er og verður rétt skilgreining
á sönnu Íslendings eðli.
Ólafur Ólafsson