Helgafell - 01.04.1954, Side 94

Helgafell - 01.04.1954, Side 94
92 HELGAFELL þar á torginu. Hér í bæ nægði ekki minna en tvær minningarsýningar á tvö hundruðustu ártíð barónsins. Er ég ekkert að bregða rökurum bæjar- ins um fákunnáttu, þó að ég haldi, frómast frá sagt, að þeir viti enn minna um Holberg en starfsbróðir þeirra í fæðingarbæ skáldsins. Hol- berg var merkilegur maður á sinni tíð, og leikrit hans höfðu áhrif á fyrstu íslenzku leikritahöfunda, en annars hafa skólapiltar lærða skól- ans og nú nemendur Menntaskólans 1 Reykjavík verið svo að segja einir um að halda uppi orðstír hans hér á landi. Þess vegna hefði farið bezt á því, að leikhúsin hefðu eflt nemend- ur Mentaskólans til þess að gera veg- lega minningu Holbergs á ártíð hans, en unga fólkið fór sínar eigin götur og sýndi Aurasálina eftir Moliére, svo að Reykvíkingar fengu að sjá þrjú klassísk verk á Góunni. Tímaleysinginn (í þýðingu Jakobs Benediktssonar: Æðikollurinn) er eitt bezta leikrit Holbergs. Að vanda byggir hann leikinn upp í kringum eina persónu og lætur allt snarsnúast utan um hana. Hann gerir sér enga rellu út af söguþráðnum, fær hann úr ímyndunarveiki Moliéres. Auka- persónum hans, sem dregnar eru upp á hinn granna söguþráð, hættir til að hafa minni snúningshraða en hinar, sem fylgja bókhaldsæði Vielges- chreys, dragast þess vegna aftur úr, nema þær geti bætt fyrir sér, eins og Bryndís Pétursdóttir í hlutverki Leó- nóru, sem maður dáði fyrir kvenleg- an þokka og líkamsfegurð. Biðill hennar varð, eftir atvikum, leiðinleg- ur hjá Baldvini Halldórssyni. Harald- ur Björnsson stakk sér eins og silung- ur í hringiðu vitleysunnar og lét hlát- urgusurnar steypast yfir sig með sporðaköstum og bækslagangi. Her- dís Þorvaldsdóttir átti fullt í fangi með að láta Pernillu njóta sín við hliðina á slíkum vígahnetti, hins veg- ar voru þeir bókhaldsfeðgar, Eiríkur og Pétur, trúir yfir litlu, eins og Val- ur Gíslason og Róbert Arnfinnsson léku þá, og Emilía Jónasdóttir lék Magdelónu með festu og viðeigandi frenjuskap. Hér leyfist manni að geta um örlítið hlutverk rakarans, sem Ævar Kvaran lék af hreinustu snilld og alveg í stílnum var Jón Aðils, þeg- ar hann að leikslokum ávarpaði spectatores fyrir hönd Holbergs sál- uga. Hviklynda konan hjá Leikfélagi Reykjavíkur hélt uppi hlátri í Iðnó og var þó allt erfiðara um vik fyrir Emu Sigurleifsdóttur, því að hlut- verkið er, sannast að segja, hvorki fugl né fiskur, heldur hrærigrautur, soðinn upp úr ítölskum grímuleikjum. Á þessari sýningu græddist það eink- um, að Árni Tryggvason kom fram í dagsljósið, eða öllu heldur sviðsljós- ið, sem borinn og barnfæddur gam- anleikari. Hann lék Þorbein af hjart- ans lyst, og hafi eitthvað skort á hlát- urinn í Iðnó, þá margbætti hann fyr- ir Hviklyndu konuna með frænku Charleys, næsta hlutverki sínu. Langt er síðan slík hlátrasköll hafa kveðið við í Iðnó gömlu, og er þá mikið sagt. Jú, íslendingar kunna að hlæja, en hvernig er það með leikhússmekk al- mennings? Á þessu leikári hefur eft- irsóknin beinst að Pilti og stúlku og Frænku Charleys. Hvað næst, litli maður? Mýs, menn og vilt önd Lengi vetrar var Leikfélag Reykja- víkur eitt um hituna, að halda upP1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.