Helgafell - 01.04.1954, Page 97

Helgafell - 01.04.1954, Page 97
LISTIR 95 ir samleiksins, þó að lítið mæddi á þeim að þessu sinni, en þáðir skópu þeir eftirminnilegar leikpersónur, Ekdal gamla og Werle gróssera. í huganum ber maður þessa sýningu saman við Villiöndina í London 1948 með Miles Malleson og Nigel Clarke í þessum hlutverkum en Robert Har- ris, Anton Walbrook, Fay Compton og May Zetterling 1 öðrum. Víst höfðu þeir Lárus og Valur ekki sömu við- brigði og hinir ensku leikarar, en skilningur þeirra og kunnátta lífgaði leikatriðin, svo að ekki féll á þau við samanburðinn. Betur að segja mætti sama um aðra leikendur — en svo langt erum við nú ekki komnir enn. í leikskrá er ekki getið um langa hléð, sem kom sér betur á annarri sýningu, því að þá var veizla í kjall- aranum, og leikhúsgestir komust ekki þar að, en fengu í staðinn jazz-músik, naeðan leikinn var síðasti þáttur harmleiksins. Gos. Gos er kolsýra, sem dælt er í kampavín og sódavatn til að setja lyfting í drykkinn. Staðið kampavín eða sódavatn er eins og sýrudrykkur eða uppþvottarvatn. Sýning Þjóðleik- hússins á Nitouche var með þessum herfilega keim, þegar allt gos er rok- ið úr drykknum. Ekki einn einasti leikandi trúði á hlutverk sitt í leikn- Urn, allt var upp á fótaspark og til- gangslaust ráp — nógu táknrænt fyr- menningarástand þeirra, sem hafa sitt vit í fótunum. Eg vil ekki segja, að Hervé hafi Verið misboðið með því að sneiða af r^úsik hans og setja aðra eftir Offen- hach í staðinn. Texti óperettunnar er eftir Meilhac og Milland (í leik- skránni: Milhac), Arnold og Bach þeirrar tíðar, og þeir þola sitt af hverju, en áhorfendum er stórlega misboðið með svo Hervé-legri upp- suðu, þegar nóg er af frambærilegum óperettum og óperum á heimsmark- aðinum. Svo langt hugsuðu þeir ekki, sem völdu Nitouche til sýningar í Þjóðleikhúsi Íslands. Það átti að græða á henni. Á 70 sýningum 1940 —1942 tókst Leikfélagi Reykjavíkur og Tónlistarfélaginu að græða kr. 29558,53 á Nitouche, því skyldi Þjóð- leikhúsið ekki geta grætt 100 þús. núna með sömu aðalleikendum og sama leikstjóra? Dæmið virðist ein- falt. En það er það ekki. Drykkurinn er staðinn — tólf ár segja til sín, þeg- ar tappinn er úr flöskunni. Það er annars furðulegt, að Þjóð- leikhúsið skuli ekki finna virðulegri verkefni fyrir leikara sína en raun gefur vitni. Engin minnsta tilraun er gerð til að hagnýta hlutgengan leikara eins og Ævar Kvaran; og Þóra Borg er fyrir aðgerðarleysi orðin hlutfalls- lega dýrasta leikkona Norðurlanda. Hlutverkum er slett í Gest Pálsson og Jón Aðils eins og af tilviljun, en aukaleikendur eru keyptir dýrum dómum og haldið lon og don á B- samningum (: samningum, sem tryggja borgun fyrir ákveðinn kvöldafjölda, án tillits til þess, hvort leikarinn leikur öll kvöldin) og fast- ir leikarar látnir víkja fyrir sérsamn- ingsfólki. Verst er þó, að beztu starfs- kraftar leikhússins eins og Lárus Pálsson og Inga Þórðardóttir sjást helzt ekki eða í hlutverkum langt fyrir neðan virðingu listar þeirra. Auðvitað leikur Lárus Pálsson hlut- verk sitt, Celestin, með afburðum, en hann er ekki söngmaður og gaman- vísnaflutningur hans, þó að góður sé,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.