Helgafell - 01.04.1954, Qupperneq 97
LISTIR
95
ir samleiksins, þó að lítið mæddi á
þeim að þessu sinni, en þáðir skópu
þeir eftirminnilegar leikpersónur,
Ekdal gamla og Werle gróssera. í
huganum ber maður þessa sýningu
saman við Villiöndina í London 1948
með Miles Malleson og Nigel Clarke
í þessum hlutverkum en Robert Har-
ris, Anton Walbrook, Fay Compton
og May Zetterling 1 öðrum. Víst höfðu
þeir Lárus og Valur ekki sömu við-
brigði og hinir ensku leikarar, en
skilningur þeirra og kunnátta lífgaði
leikatriðin, svo að ekki féll á þau við
samanburðinn. Betur að segja mætti
sama um aðra leikendur — en svo
langt erum við nú ekki komnir enn.
í leikskrá er ekki getið um langa
hléð, sem kom sér betur á annarri
sýningu, því að þá var veizla í kjall-
aranum, og leikhúsgestir komust ekki
þar að, en fengu í staðinn jazz-músik,
naeðan leikinn var síðasti þáttur
harmleiksins.
Gos.
Gos er kolsýra, sem dælt er í
kampavín og sódavatn til að setja
lyfting í drykkinn. Staðið kampavín
eða sódavatn er eins og sýrudrykkur
eða uppþvottarvatn. Sýning Þjóðleik-
hússins á Nitouche var með þessum
herfilega keim, þegar allt gos er rok-
ið úr drykknum. Ekki einn einasti
leikandi trúði á hlutverk sitt í leikn-
Urn, allt var upp á fótaspark og til-
gangslaust ráp — nógu táknrænt fyr-
menningarástand þeirra, sem hafa
sitt vit í fótunum.
Eg vil ekki segja, að Hervé hafi
Verið misboðið með því að sneiða af
r^úsik hans og setja aðra eftir Offen-
hach í staðinn. Texti óperettunnar er
eftir Meilhac og Milland (í leik-
skránni: Milhac), Arnold og Bach
þeirrar tíðar, og þeir þola sitt af
hverju, en áhorfendum er stórlega
misboðið með svo Hervé-legri upp-
suðu, þegar nóg er af frambærilegum
óperettum og óperum á heimsmark-
aðinum. Svo langt hugsuðu þeir ekki,
sem völdu Nitouche til sýningar í
Þjóðleikhúsi Íslands. Það átti að
græða á henni. Á 70 sýningum 1940
—1942 tókst Leikfélagi Reykjavíkur
og Tónlistarfélaginu að græða kr.
29558,53 á Nitouche, því skyldi Þjóð-
leikhúsið ekki geta grætt 100 þús.
núna með sömu aðalleikendum og
sama leikstjóra? Dæmið virðist ein-
falt. En það er það ekki. Drykkurinn
er staðinn — tólf ár segja til sín, þeg-
ar tappinn er úr flöskunni.
Það er annars furðulegt, að Þjóð-
leikhúsið skuli ekki finna virðulegri
verkefni fyrir leikara sína en raun
gefur vitni. Engin minnsta tilraun er
gerð til að hagnýta hlutgengan leikara
eins og Ævar Kvaran; og Þóra Borg
er fyrir aðgerðarleysi orðin hlutfalls-
lega dýrasta leikkona Norðurlanda.
Hlutverkum er slett í Gest Pálsson
og Jón Aðils eins og af tilviljun, en
aukaleikendur eru keyptir dýrum
dómum og haldið lon og don á B-
samningum (: samningum, sem
tryggja borgun fyrir ákveðinn
kvöldafjölda, án tillits til þess, hvort
leikarinn leikur öll kvöldin) og fast-
ir leikarar látnir víkja fyrir sérsamn-
ingsfólki. Verst er þó, að beztu starfs-
kraftar leikhússins eins og Lárus
Pálsson og Inga Þórðardóttir sjást
helzt ekki eða í hlutverkum langt
fyrir neðan virðingu listar þeirra.
Auðvitað leikur Lárus Pálsson hlut-
verk sitt, Celestin, með afburðum, en
hann er ekki söngmaður og gaman-
vísnaflutningur hans, þó að góður sé,