Helgafell - 01.04.1954, Page 103
LISTIR
101
um ára bil, Ingvar í London, Gnð-
mundur í París og Gisli í Ziirich. Gísli
er sá eini þeirra, sem áður hefur látið
til sín heyra á sjálfstæðum tónleikum,
en síðan eru liðin tvö ár.
Þess var beðið með' eftirvæntingu
að heyra, hvaða framförum þessir
ungu menn hefðu tekið, hvernig list
þeirra og persónuleiki hefði mótazt í
snertingu við heimsmenninguna og
undir handleiðslu hinna ágætustu
kennara, sem völ er á. Það er skemmst
frá að segja, að' í því efni varð enginn
fyrir vonbrigðum. Engri rýrð er kast-
að á hina tvo, þótt sagt sé, að af þess-
um þremur er Gísli mestur „virtuós“.
Allir virðast þeir vera efni í trausta
listameim, með þeirri virðingu fyrir
listinni, sem slíkum er nauðsynleg, og
staðgóða menntun að' bakhjarli. Að
þeim er hinn mesti liðsauki í þeim
fámenna hópi fslendinga, sem gert
hefur tónlistina að köllun sinni og
lífsstarfi.
Velkomnir til starfs!
Tvaer listakonur
Mjög er nú rætt um stöðu konunn-
ar í þjóðfélaginu, aðstöðu hennar til
starfa utan heimilis og innan og þar
fram eftir götum. Margt óviturlegt
01'ð hefur verið látið falla í þessum
umræð’um og líka sitthvað spaklegt
ttiælt.
Hér hafa komið fram í vetur tvær
listakonur, sem þrátt fyrir mjög ólík-
ar starfsaðstæður hafa báðar sýnt, að
þær standast alla samkeppni við
bræður sína í listinni. Kannske er inn-
þeirra í þessu máli eitt hið veiga-
'ttesta, sem enn hefur komið fram:
að kemur sem sé í ljós, að það' hefur
°kki úrslitaþýðingu, hvort listamað-
ttrinn er karl eða kona, né heldur að
jafnaði ytri aðstæður, ef hæfileikar,
áræði og viljafesta er annars vegar.
Það kom skýrt í Ijós á píanótón-
leikum Jórunnar Við'ar, að hún hefur
alla þessa hæfileika til að bera í rík-
um mæli, og sannaði hún hér enn það,
sem raunar var áður vitað, að hún er
í hópi beztu píanóleikara okkar. Sér-
stök ánægja var að heyra liana leika
á þessum tónleikum hið fagra og
svipmikla píanóverk Schumanns,
„Kreisleriana“, sem luín flutti af eld-
móði og skaphita.
Guðrún A. Símonar á orðið' langan
námsferil að baki, en jafnan hefur
Reykvíkingum gefizt kostur á að
fylgjast með framförum hennar og
þroska, því tónleikar hennar hér eru
þegar orðnir margir. Hún hefur sýni-
lega stundað nám sitt með mikilli al-
vöru og skyldurækni, enda hefur hún
verið í stöðugri framför, og aldrei
meiri en nú síðasta árið'. A tónleikum
sínum í vetur kom hún fram sem full-
þroskuð listakona, mjög vel skóluð
tæknilega og með öryggi og myndug-
leik í meðferð viðf«ngsefnanna.
Sinfóníutónleikar
Þrír stjórnendur hafa komið fram
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar það sem af er þessu ári. Þeir Ró-
bert Abraham Ottósson og Olav Kiel-
land hafa stjórnað þrennum tónleik-
um hvor og brezki hljómsveitarstjór-
inn Eugene Goossens einum. Eimm
einleikarar hafa látið til sín heyra á
þessum tónleikum og einn einsöngv-
ari. Má því segja, að talsverð reisn
hafi verið yfir starfi hljómsveitarinn-
ar, enda þótt ýmsir mundu hafa kos-
ið nokkru meiri fjölbreytni í verk-
efnavali hennar. Þess verð'ur að vísu
ekki krafizt til lengdar, að hljómsveit-