Helgafell - 01.04.1954, Qupperneq 117

Helgafell - 01.04.1954, Qupperneq 117
BOKMENNTIR 115 fréttasöguform.en báðum skylt. Sög- urnar eru ekki heldur drög eða rissa, hálfsagðar sögur í essaystíl, se.r, líka eru til. M. ö. o., sögurnar eru að vísu flestar atburðalitlar, en höfundur stundar beinar persónulýsingar að því leyti, að fólkið hugsar og talar alltaf um sjálft sig og sitt (maðurinn, sem fyrirfer sér í Morgungöngu, er kannske undantekning) ; essaysöguna cnaetti t. a. m. skilgreina svo, að persónurnar lýstu sjálfum sér óbeint með athugun- um um lífið og tilveruna, en hvorki með athöfnum né sjálfsumtali. Smásagan, eins og hún er fullkomn- ust skrifuð, er sjálfstæð veröld með upphafi og endai.Tiörkum og lýtur sínum eigin lögmálum og höfundarins. ,,Svip- rnyndin" er brot eða sneið úr lífinu og lýtur lögmálum sennileikans eða sann- söguleikans. Hún verður ekki metin sanngjarnlega, nema með því að spyrja strax: gat þetta gerzt, og hlauzt þetta af þessu. Og hún er því betri, ,,eðli- legri“, samkvæmt formúhmni, sem rök hennar eru almennari, einfaldari °g grunnstæðari. Hún á það aftur sam- eiginlegt með sumri hinni djúpstæðustu hst að leita að hinum almannlegustu rökum, eins konar saimnefnara undir orð og gjörðir sem flestra. En hún heitir aðferð blaðamennskunnar og skýrir hið alþekkta. Því að allur þorri ^anna vill í raun og veru, að ,,sögur“ séu miklu ,,sennilegri“ en lífið sjálft, ef þeir eiga að trúa þeim e;ns og frétta- s°gu í blaði. Og ,,svipmyndin“ er °nýt, nema henni sé trúað — af sem flestum. Nálega allar sögurnar í Ekki veiztu • • • virðast mér gerðar á þennan veg. hær eru afburða ,,sennilegar“ og ger- ast í næsta húsi við lesandann. (Und- antekningar eru Morgunganga, sem er °skiljanleg og Manséttuhnapparnir, sem er tortryggileg í lokin). Þjóðfé- lagsádeilu og þjóðfélagsmyndum bregður að vísu varla fyrir, því að vandkvæði sögufólksins eru þess einkamál. Og þó er eins og lífsandinn í öllum sögunum sé andi kreppuár- anna, hvort sem höfundi er nú af per- sónulegum sökum þetta tímabil minn- isstæðast, ellegar að sögurnar hafi flestar orðið til á þeim árum. Sumar þeirra eru að vísu bersýnilega skrifað- ar eftir 1939. En það er engu líkara en höfundur hafi síað andlegt — spirituelt — inn- tak úr efnahagslegu vonleysi kreppu- áranna. Hvort sem þetta er nú rétt skil- greint eða ekki, þá eru sögurnar allar um vonbrigði einhvers konar, sem lama vilja og kjark: vonbrigði í ásta- málum, vonbrigði unglinga, sem eru að byrja að kynnast heimi fullorðinna, vonbrigði gamalmenna, sem verða hornrekur í ellinni. Einnig í þessu efni sverja sögurnar sig í ætt við realism- ann og blaðasagnirnar gömlu. Höfundur ítrekar þetta inntak von- brigða og uppgjafar, þangað til sög- urnar verða einstrengingslegar. En fyrir bragðið verður til hálf-heimspeki- legur tónn, sem skilur ekki alveg við mann, þegar bókinni lýkur. Hann gef- ur bókinni heildarsvip og gerir hana svo heillega, að vafasamt er, að nokk- ur sagan yrði sjálfri sér lík lengur, ef hún stæði ein. Sögufólkinu er samfylkt og það nýtur liðsaflans. Höfundi sýn- ast allir þeir, sem hafa beðið ósigur og gefizt upp, verið sviknir og fá ekki uppreist, harla líkir, af því að hann virðist eiga bágt með að líta þá hlut- lausum augum. Hann er bersýnilega að kalla þá til vitnis um, hvernig lífið leiki menn yfirleitt, og honum er tals- vert annara um vitnisburðinn viðast hvar heldur en mennina sjálfa. Þess
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.