Helgafell - 01.04.1954, Page 124
122
HELGAFELL
Guðmundi Hagalín hafi oft tekizt vel,
þá hefur honum aldrei tekizt betur en
nú.
1 fyrsta bindi fjallar um bernsku höf-
undar, en mikill hluti þess er um ætt-
menn hans og sveitunga, stórmerk frá-
sögn og fróðleg. Síðari b ndin eru un
æskuárin fram til þess, er Guðmund-
ur er.á heita fullorðinn maður, en
hann mun hafa verið bráðþroska, eink-
un andlega. Oll eru bindin á 8. hundr-
að blaðsíður.
Það er eðlilegt, að ýmsir mundu
hyggja, að ólesnu máli, að hér væri
um nokkrar málalengingar að ræða og
óþarfa hjal. En því fer fjærri. í frá-
sögninni er góður hraði, allt frá líð-
andi straumi upp í fossaföll. Falleg-
ur, athyglisverður og lifandi stíll.
Aldrei verður vart endurtekninga né
,,dauðra“ kafla, það sem frá er sagt
er nær undantekningarlaust athyglis-
vert. Hér er sagt frá fjölda fólks af
margs konar skapgerð og frá merkilegu
umhverfi. — Hagalín sýnir, htíaðan
hann hefur hinn rammeflda kraft, sem
mjög oft einkennir skáldskap hans.
Það var heppilegt, að hann, sem átti
í sér efniviðinn, ólst upp á áður nefndu
blórraskeiði íslenzkrar menningar, áð-
ur en hnignun hófst. Þá lásu unglingar
og lærðu íslenzk fræði. Nú er afturför
mikil og sorgleg, er fjöldi æskumanna
veit ekkert eða lítið um fornbókmennt-
ir eða þjóðleg fræði og skáldskap.
Æskan eyðir tíma og gáfum í bíóferð-
ir, hlustar á jass, reykir vindlinga og
drekkur brennivín! Að undanteknu
brennivíninu þekktist ekkert af þessum
ófögnuði á æskuárum Guðmundar
Hagalín, sízt í Arnarfirði undir Lokin-
hömrum. Um aldamót þótti ósvinna og
skömm að sjá ungling neyta áfengis
eða reykja. Á stórum sveitaheimilum
blómgaðist mennt og manndómur.
Forn og ný íslenzk menning átti þar
gróðurreit. Þar lærðu greindir ungling-
ar að hugsa og síðar að rita og segja
frá með snilldarbrag. Þetta þarf að
vekja á ný og endurlífga, og hefur
Guðr.undur lagt skerf til þess með
ævisögu sinni. Okkar fagra mál gefur
þeim tækifæri, sem kunna með að
fara og lært hafa af sígildum fornrit-
um, nýrri góðritum og tungu alþýð-
unnar. Hinn vitri og glöggskyggni
maður, sem nú hefur hlotið fulla lífs-
reynslu, þekkir fólkið, sem hann er að
lýsa, gerþekkir og landið, sem það lif-
ir í, sjóinn, sem það fer um. Og hon-
um tekst að koma þessari þekkingu til
lesendanna. 1 þessu er fólginn leyndar-
dómur góðrar söguritunar: Þekking á
öðrum mönnum, samúð með þeim og
ást á því, seoi um er fjallað, verkinu
sjálfu. Allt þetta skín út úr sjálfsævi-
sögu Guðrr.undar Hagalín. Ósjálfrátt
lýsir hann sjálfum sér um leið. En með
lýsingunni á öðrum og öðru gefur hann
bezta lýsingu á sjálfum sér og við-
horfum sínum til samtíðar og fortíðar.
Auðvitað er hér að finna ágæta lýs-
ingu á búnaðarháttum, siðum og venj-
um og öllu daglegu lífi fólks á Vest-
fjörðum á fyrstu tugum þessarar aldar,
áður en hinar stórfenglegu breytingar
hófust bæði í veraldlegum og andleg-
um efnum. Að vísu voru framfarir
hafnar á æskuárum höfundar, en stökk-
breytingar vorra síðustu tím.a hófust
ekki fyrr en eftir 1920 og mikið síðar,
einkum úti á kjálkum lands.
Hagalín er af gömlum , merkum ætt-
um kominn, vestfirzkum, frá Lokin-
hömrum og öðrum stórbýlum vestur
þar, úr þeirri miklu frægu sveit, þar
sem jörð angar undir reginfjöllum og
hrikahömrum. Þar var góður skóli fyr'
ir skáld og stórhuga menn. I þeim fhð'
voru þeir báðir búsettir Hrafn Svein-