Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 32

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Full búð af flottum flísum Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! TÆKNI Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Samskipta- og rafeindatækni hef- ur hin síðustu misseri hafið inn- reið sína í bíla. Er nú svo komið að bílar geta „talast við“ í bók- staflegri merkingu, allt í þágu slysavarna. Skynjarar og boðtæki í einum bíl senda frá sér upplýsingar um staðsetningu, stefnu og hraða er tækjabúnaður í öðrum bílum nem- ur og birtir ráðleggingar sínar á aðgerðaskjám á hvalbak bílsins og tölvurnar geta jafnvel tekið yfir og látið bíl bremsa ef samtal tölva tveggja bíla skynjar árekst- urshættu. Þá hefur tölvutæknin rutt sér til rúms í öllum stjórnbúnaði bíla og það nýjasta er að netvæða þá, einnig í þágu öryggis. Að ekki sé minnst á, að nú geta bílar jafnvel ekið sjálfir milli staða án aðkomu ökumanns; skilað farþegum á leið- arenda vel og örugglega. En með tilkomu þessara „snjall- bíla“, ef svo mætti segja um raf- einda- og tölvuvæðingu bíla, birt- ast líka hættur og þær fara vaxandi. Sýnt hefur verið fram á hversu auðvelt er með lítilli far- tölvu að brjóta upp læstan bíl, setjast inn í hann og ræsa allan búnað án þess að hafa nokkru sinni fengið lykil að bílnum. Af slíku hafa verið sýndar frétta- myndir, hvernig tölvukeri í aft- ursæti tekur skyndilega við stjórn bílsins, beygir og sveigir, gefur í eða bremsar, allt með hjálp lykla- borðsins. Er nú meira að segja svo komið að jafnvel tölvuþrjótum blöskrar hin óendanlega og berskjaldaða tölvuvæðing fólksbílsins og hafa þeir varað bílsmiði við hættunum. Þessir tölvukerar eru góðkynja. Margir slíkir brjótast inn í ann- arra manna tölvur fyrst og fremst til að sýna og sanna getu sína, en aðrir gera það til að skemma og skaða. Brjótist hinir síðarnefndu inn í tölvukerfi bíla gæti það ógn- að lífi og limi ferðalanga. „Hættan er hlutfallslega lítil enn sem komið er,“ segir Karl Heimer, rannsóknarstjóri hjá stofnun sem fjallar um háþróað umhverfi bílsmíðinnar, BCAVE. Þó bætir hann því við, að í bílum nú til dags sé mikið af tæknibún- aði sem sumpart er vitað að sé berskjaldaður. „Árásum á bíla á eftir að fjölga mjög,“ segir Heimer. Á sama tíma og aukin raf- eindatenging milli bíla þykir eft- irsóknarverð vegna margvíslegs ávinnings sem henni fylgir – allt frá minni slysahættu og upp í aukna sparneytni – þá hefur hún upp á margt að bjóða fyrir „þorp- arana“. Til að mynda hefur banda- rísk stofnun sem fjallar um öryggi tölvukerfa í bílum (USCAESS) sýnt fram á hvernig tölvuþrjótur getur náð valdi á og rænt bíl gegn- um svonefnda OBD-II greining- argátt. Aðrir hafa sýnt fram á hvernig hægt er að afrita staf- ræna bíllykla. Hakkarar til hjálpar Fjallað var um öryggi bíla á svo- nefndri Black Hat (Svarthatta) ráðstefnu í Las Vegas á dögunum en hún er rannsóknar- og upplýs- ingavettvangur sérfræðinga í ör- yggismálum tölvukerfa – og tölvu- þrjóta. Sýnt var fram á hversu öryggi bíltölvanna væri ábótavant og sáu ráðstefnumenn ástæðu til þess að hvetja bílsmiði til að taka sig stórlega á og framleiða bíla sem væru í stafrænu tilliti miklum mun öruggari en nú væri. Tilgreindu þeir fimm atriði sem þeir vildu að bílaframleiðendur tækju tillit til. Þar á meðal skyldu- prófanir á hinum stafrænu tólum bílanna. Einnig að aðgengi yrði mögulegt að tölvubúnaði bíla svo rannsakendur gætu af öryggi dregið veikleika í hugbúnaðinum fram í dagsljósið og endurbætt hann. Þá vildu þeir að „svartur kassi“ yrði í öllum bílum er varð- veitti gögn um starfsemi þeirra, stjórn- og vélkerfi þeirra. Þá lögðu hakkararnir til að skil yrðu meiri og afdráttarlausari milli hinna ýmsu þátta í starfsemi bílanna í hugbúnaðarkerfum þeirra. „Það myndi tryggja að þótt tölvuþrjótur brytist inn í upplýs- ingakerfi bíls gæti hann ekki læst stýrishjólinu í leiðinni,“ segir Josh Corman, einn af höfundum bréfs- ins til bílsmiðanna og stofnandi samtakanna I Am The Cavalry, sem fjallar um öryggi í net- heimum. Önnur samtök, Change.org, hvetja bílaframleiðendur og sér- fræðinga í tölvuöryggi til að sam- eina krafta sína í þágu bílsmíði. „Hvern einasta dag treystum við bílnum fyrir lífi og limum okkar og okkar nánustu,“ segja samtökin. Tesla í sérflokki Tiltölulega fáir bílaframleið- endur munu hafa gripið til sóma- samlegra öryggisráðstafana hjá sér. Rafbílasmiðurinn Tesla er þó sagður í sérflokki. Meðal annars birtir hann upplýsingar um alla veikleika í hugbúnaði og bílkerfum og réð fyrrverandi helsta örygg- issnilling Apple, Kristin Paget, til að öryggisvæða hina nýtískulegu bíla sína. Skýrt var frá rannsókn öryggis- rannsakenda, Chris Valasek og Charlie Miller, á innbrotsvörnum 24 mismunandi bíla á Svarthatta- þinginu fyrrnefnda. Þeirra eigin bílar komu ekki vel út; Infinity Q50 sem Valasek á og Jeep Chero- kee í eigu Miller. Fjölda leiða fundu þeir inn í hugbúnað þeirra beggja. Einungis var þó hægt að laumast inn í kerfin á staðnum, ekki úr fjarlægð og átti það við um alla bílana 24. En það var fyrir netvæðingu bílanna og þráðlaust samband þeirra við umheiminn. Þeir Valasek og Miller kynntu einnig stafrænt smátæki sem þeir smíðuðu fyrir 150 dollara er gæti reynst gagnlegur gegn tölvu- þrjótum. Tækinu er stungið í sam- band í svonefndri OBD2-gátt und- ir mælaborði. Fyrstu mínútu akstursins nemur það öll hugbún- aðarmynstur bílsins, en eftir það er það stillt á leitarham og nusar þá uppi hvers kyns afbrigðilegheit eins og óeðlilegt merkjarunuflæði eða fyrirskipanir á ferð sem ættu þá ekki að vera til. Tækið er svo þeirrar náttúru að slökkva einfald- lega á viðkomandi kerfishlutum bílsins þegar tilraun til árásar er gerð. Bíða illvirkjar færis? Engar fregnir eru enn sem kom- ið er af slysum eða tjóni sem grun- lausir ökumenn hafa orðið fyrir af völdum illa meinandi tölvuþrjóta. Samt er staðhæft, að vaxandi áhugi sé undir niðri fyrir því að nýta hugbúnað bíla til skemmd- arverka og jafnvel manndrápa. Þykir það eitt og sér kalla á betri varnir í þeim. Bílsmiðir, tölvu- þrjótar og bíleigendur sjálfir ættu ekki að þurfa að bíða eftir ein- hverjum hörmungaratburði áður en úr bílöryggi yrði bætt. Þráðlaus tenging Ímyndaðu þér, lesandi góður, að þú sért á 110 km/klst. hraða á Keflavíkurveginum er stýrið snýst fyrirvaralaust hart til hægri. Þú keyrir á eða út af vegna þess að einhver braust inn í tölvu- kerfi bílsins. Þetta er ekki lang- sótt vísindaskáldsaga heldur nær- tækur framtíðarmöguleiki sem tölvukerar eru teknir að vara við. Fæstir gera sér grein fyrir því að fólksbíllinn er orðinn há- tæknitölva. Og með netvæðingu bílanna ofan í kaupið eru þeir þráðlaust tengdir. Með því að bíll- inn er orðinn nokkurs konar snjallsími á hjólum er hann orðinn öflugt skotmark þrjóta sem til verka kunna. Það eykur á hætt- una og dregur úr öryggi að bún- aðurinn byggir oft á gamallri tækni. Milli 50 og 100 örsmáar tölvustýringar sem stjórna til dæmis stýri, bensíngjöf og bremsum eru í raun einfaldar og óburðugar. Þær sannprófa sig sjaldnast sjálfar; hvort boðin sem þær fá séu frá bílstjóranum. Þess vegna getur utanaðkomandi sent þeim fyrirskipanir. Táknróf bíl- tölvanna er úrelt og auðvelt er að eiga við það. Og allir rafeindahluti í bíl eru samtengdir miðlægu kerfi _ rétt eins og taugakerfi mannsins sameinast í hryggjarsúlunni. Sé knúið að dyrum í einum þeirra eru líklegt að komast megi í alla hina líka. Það er ekki svo, að bílsmiðir sitji með hendur í skauti; þvert á móti eru þeir farnir að taka á vandanum og vinna að lausnum. Rafeindabúnaður Ford er til að mynda með innbyggðum eldvegg til að hindra að átt sé við hann. Þá er Ford með hóp hakkara á sínum snærum sem leita stöðugt að veik- leikum í tölvu- og hugbúnaði bíla sinna. Á sömu nótum vinnur Toyota sem laumar öryggisflögum í örtölvur hingað og þangað um bílinn til þess að þrengja sam- skiptabrautir þeirra og draga úr líkum á heimsókn óboðinna gesta. Þótti það til marks um framsýni Toyota að fyrirtækið sendi full- trúa sína á Svartahatta-ráðstefn- una til að læra betur á vandamálin og leita lausna í þeirri upplýsinga- miðlun sem þar átti sér stað. Bíllinn er ber- skjölduð risatölva  Tölvuþrjótar leggja að bílsmiðum að stórauka ör- yggi tölvukerfa bíla sinna svo lífi og limum ferða- langa verði ekki stofnað í hættu Tölvukerfi götunnar Bílar munu tala saman í framtíðinni í þágu umferðaröryggis og slysavarna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.