Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 53

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 53
- Breytingar á virðisaukaskatts- kerfinu hafa verið umdeildar, eink- um hækkunin á matarskattinum. En hækkun á bókaskattinum hefur einnig verið harðlega gagnrýnd. Hvað segir menntamálaráðherra um þá gagnrýni? „Við Bjarni ræddum þetta heil- mikið. Fjármálaráðherra veit af áhyggjum mínum vegna þeirra þátta sem viðkvæmastir kunna að vera í bókaútgáfu. En það breytir ekki því að ég styð auðvitað fjár- lagafrumvarpið og tekjuöfl- unarfrumvarpið þar sem kveðið er á um þessa breytingu. Heildaráhrif þeirra skattbreytinga sem felast í virðisaukaskattsbreytingunum, ásamt áhrifum mótvægisaðgerða, eiga að skila sér í auknum kaup- mætti almennings. “ - En gengur ekki þessi hækkun á bókaskattinum í berhögg við messu þína um læsi? „Það væri mikil einföldun að draga einhverja beina línu á milli virðisaukaskattsins á bækurnar og niðurstöðu varðandi læsi. Frá árinu 1993 var 14% virðisaukaskattur. Læsistölur hjá krökkunum voru mun hærri árið 2000 en árið 2006. Árið 2007 lækkaði virðisaukaskatt- urinn á bækur í 7%. Læsistölurnar voru lægri árið 2009 en þær voru árið 2000 þó svo að þær hefðu hækkað aðeins frá 2006 og svo fóru þær enn neðar árið 2012. Því er varhugavert að reyna að setja eitt- hvert samasemmerki þarna á milli. Ég skil vitanlega þau sjónarmið bókaútgefenda og rithöfunda að eft- ir því sem virðisaukaskatt- sprósentan á bækur er lægri, þeim mun meiri líkur eru á að fleiri bæk- ur verði gefnar út. En við skulum líka muna að 12% skattur á bæk- urnar er lægri prósenta en var al- veg til ársins 2007.“ Langtímasýn nauðsynleg - Illugi. Nú er eitt og hálft ár liðið af kjörtímabilinu. Gerir þú þér í hugarlund að þú munir sjá mæl- anlegan árangur af þeim umbótum sem þú vilt beita þér fyrir í mennta- málum í lok kjörtímabilsins? „Ég hef sett fram ákveðin töluleg markmið í hvítbókinni varðandi af- markaða þætti menntakerfisins sem ná reyndar lengra en bara fyrir þetta kjörtímabil, því það er nauð- synlegt að hafa langtímasýn, læsi verður t.d. ekki bætt með einu átaki. Ég mun ná því markmiði að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Þar er meginmarkmiðið að nýta tíma nemendanna betur. Þannig að þegar þessu kjörtímabili lýkur von- ast ég til að sjá stór skref stigin þar. En ég efast ekki um að við mun- um sjá að árangur hafi náðst í því því að bæta læsi barna. Í framhaldi af því vil ég líka beita mér fyrir um- bótum hvað varðar stærð- fræðikennsluna. Hvað næstu verk- efni varðar þá stendur nú yfir vinna sambærileg við þá sem unnin var vegna hvítbókarinnar um grunn- skólann og framhaldsskólann, en að þessu sinni er það háskólanámið sem við erum að greina og leggja drög að umræðugrundvelli og í framhaldinu stefnumörkun hvað það skólastig varðar. Þessa vinnu þurfum við að vanda mjög, vera metnaðarfull og byggja á því sem vel hefur verið gert.“ hendur Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTIR 53Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 ÁRMÚLA 38 – SÍMI 588 5011 – www.tivoliaudio.de Opið mánud. - föstud. 11-18 – laugardaga 12-14 Hvítt/silfur Model Two, Model CD, Model Sub Verð: 131.600,- Tilboð 89.995,- Bleikur október Illuga er mjög hugleikið að finna leiðir til þess að auka lesskilning drengja. „Þetta er auðvitað spurning um það hvernig við vekjum áhuga strákanna á lestri. Ég kallaði til mín hingað í ráðuneytið forstjóra í tölvu- leikjafyrirtæki, því sennilega hafa engir stúderað það meira en tölvu- leikjasérfræðingar, á hverju krakkar og ungmenni hafa áhuga. Þeir vita hvernig á að fara að því að fá krakk- ana til þess að sitja límdir við tölvu- skjáinn tímum og dögum saman. Ég spurði þennan ágæta mann hvað honum fyndist að ég þyrfti að gera varðandi ólæsi strákanna. Hann sagði að ég ætti að skipta nemendum í strákahópa og stelpuhópa, rétt eins og Magga Pála gerir í Hjallastefn- unni. Áhugasvið strákanna væru oftast ólík áhuga- sviðum stelpnanna. Strákar væru meira drifnir áfram af keppnisanda, hver væri í fyrsta sæti, hver væri fljótastur, hver væri sterkastur o.s.frv. Stelpurnar væru hins vegar með flóknari mælikerfi.“ Byssur á hjólum „Hann sagði að það væru vand- fundnir strákar sem ekki hefðu áhuga á skriðdrekum. Stelpur hefðu yfirleitt engan áhuga á skriðdrekum. Þær litu bara á fyrirbærið sem byssu á hjólum. Hans ráðlegging til mín var þessi: „Þú átt að vera með lesefni um skrið- dreka, hvernig á að stýra þeim, um skriðdrekaorustur, hvernig á að framleiða þá og þar fram eftir göt- um. Svo áttu að vera með próf hálfs- mánaðarlega og sá sem er efstur á prófinu verður skriðdrekaforingi númer eitt, sá í öðru sæti foringi númer tvö og svo koll af kolli. Ef þú gerir þetta svona lofa ég því að þeir verða allir orðnir fluglæsir áður en þú veist af!“ Mitt svar við þessu var: „Já, það má vel vera að þetta sé rétt. En ef ég legg þetta til, þá verða líka ekki margir dagar þar til ég missi embættið!“ Það að strákarnir standa sig svo miklu verr í lestri en stelp- urnar er vitanlega mikið umhugsunar- efni. Nú ætla ég al- veg að leggja til hlið- ar spurninguna um mun á kynjunum – eru strákar öðru vísi en stelpur, býr sam- félagið til mun eða eru kynin eðlisólík? Óháð því hvert svarið er þá verðum við að komast til botns í því hvað gerir það að verkum að strákarnir standa sig svo miklu verr. Þá þurfum við vitanlega að velta því fyrir okkur, þegar kemur að náms- efninu, hvort það sé almennt nógu áhugavert fyrir strákana. Auðvitað eru ekki allir strákar eins, ekki frek- ar en að allar stelpur eru eins. Svo fjarri því, en eitthvað er það sem út- skýrir þennan mikla mun sem er á strákum og stelpum. Námsgögn, kennsluaðferðir, menntun kennara og samstarf við foreldra, eru allt þættir sem ráða úrslitum þegar kem- ur að læsi.“ Heimilislífið undirokað Illugi og kona hans, Brynhildur Einarsdóttir, eiga litla dóttur, Guð- rúnu Ínu, sem er tveggja og hálfs árs. „Guðrún Ína uppgötvaði fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan teiknimyndina Frozen og um tíma var allt heimilislíf okkar undirokað af þessari teiknimynd. Ég þurfti að leika hreindýrið, snjókarlinn og meira að segja Elsu og Önnu! Það verður reyndar að segjast að útlits- lega er ég mun nær hreindýrinu heldur en þeim systrum. Ég varð því mjög glaður þegar ég fann loksins bók sem byggð er á teiknimyndinni, með myndum og texta, sem ég gat lesið fyrir stelpuna á kvöldin og reyndar helst líka áður en við förum á leikskólann á morgn- ana. Hún er alveg vitlaus í þessa bók. Þetta er dæmi um það hversu miklu skiptir að búa til námsefni sem krakkarnir tengja við og hafa áhuga á, meira að segja þegar þau eru svona pínulítil.“ Illugi segist reyna að heimsækja eins marga leikskóla og hann getur þar sem hann fer um. „Bæði er það vegna þess að ég á stelpu á leik- skólaaldri og ekki síður vegna þess að það skiptir svo gríðarlega miklu máli hvernig til tekst í mennt- unarmálum þjóðarinnar hvernig þetta skólastig þróast. Á leik- skólastiginu hafa orðið miklar fram- farir á undanförnum árum og ára- tugum. Við erum alveg farin frá því viðhorfi að leikskólinn sé geymslu- stofnun fyrir börn yfir í það að þetta sé menntastofnun.“ Að hugsa út fyrir boxið Skriðdrekar og Frozen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.