Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 101

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 101
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 197 Vefjaflæði BjarniÞórEyvindsson,deildarlækniráLandspítala, sendi beiðni um umfjöllun á enska heitinu tissue perfusion. Hefðbundið tekur heitið til flæðis blóðs inn í lifandi vefi og um æðabeð þeirra. Á síðari tímum hefur verið lögð áhersla á að hugtakið nái til flæðis vökva, súrefnis og næringarefna. Ófullnægjandi flæði leiðir svo til ástands eða heilkennis sem nefnt hefur verið lost (shock). Gegnflæði íðorðasafn lækna þýðir heitið perfusion sem gegnflæði. Orðrétt þýðing á tissue perfusion er þá vefjagegnflæði. I réttu samhengi ætti að vera alveg fullnægjandi að tala um vefjaflæði. Það yfirheiti getum við látið ná til flæðis blóðs, vökva, súrefnis og næringarefna um vefi, en aðgreint með undirheitum þegar þörf er á. Vefjaflæði má í sumum tilvikum mæla með sérstakri segulómskoðun og mælist þá í millilítrum á mínútu á gramm vefjar. Nákvæmni Þegar krafist er fullrar nákvæmni til að aðskilja mismunandi þætti í flæðinu, þ.e. blóð, vökva, súrefni og næringarefni virðist örlítill vandi á höndum. Fara má þá leið að hafa tiltæk, þegar við á, heitin vefjablóðflæði (vefjaflæði blóðs, vefja- gegnflæði blóðs), vefjasúrefnisflæði (vefjaflæði súrefnis, vefja gegnflæði súrefnis) og vefjanæring- arefnaflæði (vefjaflæði næringarefna, vefjagegn- flæði næringarefna). Þessi heiti eru gegnsæ, birta nákvæmlega það sem þarf, en orðin nokkuð löng. PET scanning Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, sendi tölvupóst og spurði hvort til væri íslenskt heiti á tækni sem nefnist á enskunni positron emission tomography, (sk.st. PET). Tæknin byggir á því að skammlíft geislavirkt efni, sem komið hefur verið (sprautað) inn í líkamann, gefur frá sér jáeindir (e+), sem aftur gefa frá sér gamma-geisla þegar þær mæta rafeindum (e ) á því líkamssvæði sem til rannsóknar er. Gamma- geislana má nema með sérstökum skynjurum utan líkamans og byggja upp mynd af geislasvæðinu. Pétur sagði frá því að greiningartækið væri nú oftast samsett og réði einnig yfir tækni til tölvusneiðmyndatöku, computerized tomography (CT). Orðskýringar Heitið tomography, áður sectional radiography, er komið úr grísku, þar sem tome merkir skurður, að skera, en graphy ritun eða skráning. Hið íslenska heiti tölvusneiðmyndataka, á ensku computerized axial tomography (CAT-scan) eða computerized tomography (CT-scan), hefur nú áunnið sér fulla hefð í læknamálinu. Emission merkir útgeislun eða útsending og positron er jáeind, rafeind hlaðin einnijákvœðri raforkueind, samkvæmt íðorðasafni lækna. Jáeindaskönnun Sögnin að skanna og nafnorðið skönnun eru viðurkennd sem íslensk orð í íslenskri orðabók Eddu frá 2002. íslenska hefðin er sú að reyna að finna stutt og lýsandi heiti. I samræmi við það er rétt að velja heitiö jáeindaskönnun fyrir aðferð- ina og jáeindaskanni fyrir tækið. Bein þýðing og full nákvæmni í samræmi við enska heitið mundi krefjast þess að aðferðin nefndist jáeindaútgeisl- unarsneiðmyndataka, en þá er komið langt út fyrir þolmörk hins daglega máls. Hugsanlega er þörf á því að eiga einnig tiltækt samsetta heitið jáeinda- og tölvusneiðmyndataka (PET-CT). Compartment syndrome Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, leitaði eftir íslensku heiti á fyrirbærinu comp- artment syndrome. Heitið nær til ástands þar sem aukinn þrýstingur í aflokuðu vefjarými leiðir til minnkunar á blóðflæði í rýminu, blóðþurrðar í vefjum viðkomandi rýmis, starfsemistruflunar og loks vefjadreps, ef ekki er úr bætt. f umræðum okkar kom upp vel nothæft heiti, heilkenni stoð- kerfíshólfa. Leit í safni sjúkdómaflokkunarkerfis- ins ICD-10 leiddi í ljós annað heiti, rýmisheilkenni. Gaman væri að heyra um hugmyndir annarra. Mobilization Þorkell Jóhannesson, professor emeritus, sendi stutt bréf og stakk upp á því að nota orðið útlausn sem oftast í þeim notkunardæmum sem rakin voru í 167. og 194. pistli. Orðið sagði hann merkja kveðjur eða brottför og gæti það þannig falið í sér hreyfingu líkt og erlenda orðið. Til upprifjunar má endurtaka notkunardæmin með þessari lausn Þorkels: 1. útlausn frumna úr beinmerg, 2. útlausn efna úr forðabúri í vefjum eða frumum í líffœri, 3. útlausn varnarviðbragða, 4. útlausn liðsauka á stofnun til vinnu eða í útkall, 5. útlausn líffœris úr samvöxtum eða náttúrulegri festingu við skurð- aðgerð og 6. útlausn liða og liðamóta. L. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2007/93 365
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.