Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 41
FREUD UM SIÐMENNINGU OG SAMFÉLAG
bam, til dæmis, sé ekki haldið Ödípusarduld? Svörin við þessari spurn-
ingu eru ærið mismunandi og kannski er spurningin mælskubragð öðru
fremur. En krafan um skýran og greinilegan mismun á því að staðhæfing
sé sönn eða ósönn ætti þó ekki að þrengja svo mjög að sálgreiningu að
dæma megi slíka spumingu ómerka. Niðurstaða Hooks var sú að líklegra
væri að hægt væri að beita kenningu Freuds sem ganglegu líkani ef hætt
væri að gera ráð fyrir því að hugtök þess vísuðu til raunveruleika en frem-
ur væri hugað að því hversu áreiðanlegar sumar niðurstöður sálgreining-
ar væm og hversu mikilsverðar.16 Richard Rorty tekur í sama streng í
grein sinni um Freud þegar hann heldur því fram að með því að forðast
alla hluthyggjutúlkun á Freud en sjáum kenningu hans fyrst og fremst
sem frásagnarfikan af því tagi að það geti verið gagnlegt og áhugavert að
fella sögu einstaklingsins að því, þá séum við fyrst í aðstöðu til að skilja
almennilega hvaða þýðingu kenning Freuds hefur og getur haft fyrir
menninguna. Með því að miða vísindaskýringuna við annað en sann-
leiksleit fáum við miklu meira útúr kenningu Freuds en annars og þá
kann það á endanum að vera smekksatriði hvort við viljum kenna kenn-
ingu Freuds við vísindi eða eitthvað annað.1'
Það sem hin pragmatíska sýn á Freud, þegar hún kemur fram með
þessum hætti, dregur fram er að þýðing kenningarinnar er mest fyrir
samfélag og sjálfsskilning, hvað sem vísindakröfunni líður. Þetta ein-
kenni sálgreiningarinnar kemur víða fram og í öllum meginverkum
Freuds. Hvergi verða þó hinar pragmatísku áherslur hans, ef svo má að
orði komast, meira áberandi heldur en í verkum hans sem beinlínis fjalla
um siðmenninguna en hér hef ég auðvitað í huga tvö rit hans um þjóð-
félagsmál sem út komu í lok þriðja áratugarins: Undir oki siðmemiingar
(1930) og Blekking tniarinnar (1927). Mér sýnist að í þessum ritum komi
fram heimspekileg afstaða sem mjög auðvelt sé að heimfæra upp á og
skýra með tfilliti til heimspekilegs pragmatisma. Það er rétt að ítreka að
ég er ekki að gera neina tilraun tdl að halda því fram að Freud hafi orðið
fyrir beinum áhrifum af helstu hugsuðum pragmatismans þó að gera
megi ráð fyrir að hann hafi verið kunnugur helstu ritum þeirra. Skoðun
mín er sú að með því að lesa heimspekilegan pragmatisma inn í skrif
Freuds getum við skfilið sumt betur sem hann skrifaði og jafiivel leyst úr
16 Hook(1958a)bls. 214, 222.
17 Richard Rorty (1986) „Freud and Moral Reflection“ í Essays on Heidegger and Others
Philosophical Papers 2. bindi. Cambridge University Press, 1991.
39