Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 43
FREUD UM SIÐMENNINGU OG SAMFÉLAG
Nú er það alltaf álitamál hvort og í hvaða skilningi lýsing eða greining
er dökk, napurleg eða bölsýnisleg. Túlkun Róberts á mælskuaðferð
Freuds er að mínu áliti upplýsandi og rétt. Hinsvegar virðist mér að í
texta Freuds búi fleira sem vert er að veita athygli frá heimspekilegu
sjónarmiði. Hann heldur því ekki aðeins ffam að maðurinn sé ofurseld-
ur blekkingu, honum er einnig kappsmál að hafna öllum tilraunum til að
skapa mannlegum vitsmunum og tilveru endanlegan grundvöll. Aðeins
með því að takast á við raunverulegt hlutskipti sitt getur maðurinn hfað
af í óstöðugum heimi. Kvíðinn og óöryggið hverfa aldrei, mannkynið
verður að læra að lifa með þeirri ógnvænlegu staðreynd, ef það á ekki að
tortíma sjálfu sér, en blekking trúarinnar er ekki síst fólginn í þeirri rang-
hugmynd að finna megi tilverugrundvöll sem breyti þessari staðreynd.
Grundvöllur vísinda, þekldngar, siðferðis og tdlveru mannsins í heild
sinni er háð von fremur en vitneskju. Þannig þarf ekki að skilja lýsingu
Freuds á hlutskipti mannsins svo að hún sé bölmóðskennd (þó að vissu-
lega sé Freud áhyggjufullur um hvernig fara kunni fyrir mannkyninu).
Hann dregur upp mynd af þessu hlutskipti sem sýnir hvert verkefni
mannsins er og leggur þar með drög að mannskilningi þar sem verk og
aðgerðir mannsins eru aðalatriðið fremur en einhver tiltekinn tilvistar-
grundvöllnr hans. Lýsing Freuds væri napurleg ef hún gæfi ekki til kynna
hvemig maðurinn getur glímt við hlutskipti sitt. En það sem Freud vill
einmitt koma lesandanum í skilning um er að hlutskipti mannsins er þess
eðlis að hann getnr tekist á við það og í þeim skilningi mætti segja að
mannskilningur hans einkennist sumpart af bjartsýni. Þessi verklega sýn
á veruleika mannsins er annað atriði sem tengir Freud við pragmatisma.
Þörfin fyrir fitllvissu
Hér hafa fjögur einkenni hugsunar Freuds verið dregin ffam en þau eru
í fýrsta lagi sú hugmynd hans að vísindaleg hugtök réttlætist af skýring-
argildi og því jafngildi árangursrík beiting réttlætingu þeirra, í öðru lagi
sú áhersla sem fram kemur í Undir oki siðmenningar og Blekkingn t>~úar-
innar á vitsmunalega úrvinnslu hvatalífsins þar sem maðurinn leitast við
að halda aftur af tortímingarhneigð sinni án þess þó að bæla hvatirnar
sem að baki búa, í þriðja lagi hin verklega sýn Freuds á mannlegan veru-
leika sem kemur einnig sterkt fram í þessum tveimur ritum og í fjórða
lagi höfnun hans á ffumspekilegum og trúarlegum undirstöðum. Eg mun
4i