Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 58

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 58
SÆUNN KJARTANSDOTTIR hún sagðist ekki eiga að þurfa þess. Hún ætti ekki að þurfa fleiri stað- gengla fyrir móður sína eða fyrrverandi eiginmann. „Staðgenglar“ útskýrði hún „eru falskir, bara plat, þeir telja þér trú um hluti sem eru ekki sannir, þeim er alls ekki treystandi“. Þegar ég benti á að hún væri að lýsa mér brá henni en eftir smáumhugsun samsinnti hún því að ég væri fölsk. „Eg þarf að borga þér til að þú hlustir á mig og ég get ekki trúað að þú sért ekta. Þú býrð yfir svo miklu og þú deilir engu af því með mér. Þú þekkir sjálfa þig og þú þekkir mig og þú heldur því öllu fyrir þig. Þér er alveg sama um mig og það er nákvæmlega ekkert sem ég get gert í því. Þegar ég er hér finnst mér ég hafa fulla athygli þína, þú virðist heyra allt sem ég segi og líklegast berðu það saman við einhverjar fræðilegar kenn- ingar því þú veist auðvitað aldrei nema ég sé að segja þér ósatt. En hvað sem öllu líður veist þú hvað mér er fyrir bestu en í staðinn fyrir að segja mér það læturðu mig erfiða.“ Það sem var að verða greinilegra í yfirfærslunni var hversu klofin upp- lifun Sólveigar á mér var. Upphafhingin breiddi yfir kaldlynda og sadis- tíska konu. Annars vegar var ég víðsýn og skilningsrík en hins vegar eins og móðir hennar, yfirborðsleg, sjálfselsk og full vanþóknunar. Raunveru- legur ásetningur minn var ekki að hjálpa henni heldur að næra sjálfa mig. Við vorum ekki að gera eitthvað saman; Hún stritaði og ég horfði á mér til ánægju. Gagnyfhfœrsla Margsinnis skynjaði ég sjálfa mig í samræmi við lýsingar Sólveigar. Stund- um fannst mér það vera sérstakt lán fyrir hana að hafa fengið mig sem meðferðaraðila en oftar upplifði ég mig kalda og gagnslausa og fylltist efa- semdum um hæfni mína. Þegar líðan meðferðaraðila breytist í samræmi við „fyrirmæli“ sjúklings er mikilvægt að velta fyrir sér gagnyfirfærslu (e. countertransferencé). Gagnyfirfærsla er samheiti yfir tilfinningaleg \úð- brögð meðferðaraðila við sjúklingi en þau viðbrögð má greina í tvennt. Annars vegar er um að ræða upphaflegu merkingu hugtaksins sem er komin frá Freud, þegar sálgreinir bregst við sjúklingi út frá sínum eigin forsendum sem eru sjúklingnum alls óviðkomandi. Sem dæmi má nefha yfirfærslur sálgreinis á sjúkling eða að sjúklingur hreyfi við tilfinningum sem sálgreinirinn sjálfur á í erfiðleikum með. I slíkum tilvikum þarf sál- greinirinn frekari hjálp við að vinna úr sínum málum. Hins vegar er um 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.