Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 66
SIGURÐUR J. GRÉTARSSON
greiningar sé einföld eða óskiljanleg vitle^^sa. Þó að rætur sálffæðinnar
liggi ekki að Freud, og þó að hann sé ekki hafður í hávegum innan grein-
arinnar hafa hugmyndir hans verið þar tdl umfjöllunar og haftýmiss kon-
ar áhrif. Almenningi kann að virðast þau áhrif magnaðri við það að
sálgreiningarhefð - kenning um menningu, skapgerðarmótun, sjúk-
dómsþróun og meðferð - hefur löngum átt upp á pallborð í bókmennt-
um, samfélags- og menningarrýni. En aðrar sálfræðilegar kenningar eru
svo til ósýnilegar á þeim vettvangi. Við bætist síðan að fólki er óljós
greinarmunur á geðlæknum og sálfræðingum. Stéttirnar fást oft við svip-
uð viðfangsefni en hafa ólíka þjálfun að baki. Geðlæknar hafa í áranna rás
iðulega verið hallari en sálfræðingar undir aðferðir og hugmyndir Freuds
og þeir meðhöndluðu líka sálarmein áður en meðferðarsálfræði óx úr
grasi. Sigmund Freud var sjálfur læknir.
Ekki er hlaupið að því að skýra í fáum orðum greinarmun á aðferðum
sálgreiningar og hefðbundinnar sálfræði. Sálgreining, eins og sálfræði,
rekur hluta af fjölþættum rótum sínum til lífeðlisffæði og fyrir Freud var
sálgreining í engri mótsögn við vísindi, heldur rétt eins tasindaleg og hún
þurfti að vera. En ef nefna ætti eitt atriði til aðgreiningar, þá gæti hlut-
verk túlkunar ef til vill brugðið nokkru ljósi á mismunandi skilning á að-
ferð og viðfangsefhum. Sálgreining fæst ekki aðeins við túlkun manns á
reynslu sinni og upplifun heldur felst greinin sjálf beinlínis í túlkun sál-
greinanda á aðstæðum og orðum skjóstæðinga sinna þar sem torrætt
táknmál gegnir mikilvægu hlutverki. Sálfræði er reyndar ekki afhuga allri
túlkun, en hefur lagt ríkari áherslu á þriðju persónu sálfræði, að skilja
fólk með augum áhorfanda þar sem túlkun á atferði og orðum fólks eru
settar þrengri og kerfisbundnari skorður en í sálgreiningu.
Sálgreining var upphaflega meðferðargrein utan háskóladeilda en
víkkaði smám saman sjónarsvið sitt. Þrátt fyrir ólíka þróunarsögu, ólíkar
hefðir og algengt fálæti sálffæðinga um sálgreiningu hafa vegir sálgrein-
ingar og sálfræði stundum skarast. Sálfræðingar beggja vegna Atlantshafs
sýndu Freud áhuga strax á fyrsta áratug tuttugustu aldar og bandaríski
sálffæðingurinn G. S. Hall stóð fyrir heimsókn Freuds vestur um haf
1909 og segja má að Freud hafi þar slegið í gegn. Fáleikar nteð sálgrein-
ingu og sálfræði byggjast því ekki á fordómum manna sem aldrei hafa
ræðst við. Það hafa þeir gert. Og til að skýra stirða sambúð fræðilegrar
sálfræði og sálgreiningar er vafasamt að halda því fram, eins og stundum
er gert, að sálfræðingar veigri sér við að horfast í augu við þann ógnvekj-
64