Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 84
SIGURJON BJORNSSON
hliða menningarlegxim framförum marmkyns og brejmngum á gerð
mannlegra samfélaga.
Fyrsta skrefið burt frá tótemisma var að manngera veruna, sem tignuð
var. I stað dýra komu mannlegir guðir og var því ekki leynt að þeir voru
af tóteminu komnir. Guðinn er þá enn í formi dýrs eða a.m.k. með
dýrshöfuð eða tótemið verður eftirlætisfélagi guðsins, óaðskiljanlegur
eða þjóðsagan segir oss, að guðinn hafi einmitt drepið þetta dýr, sem
þegar á allt var litið, var aðeins forstig hans sjálfs. Einhvem tíma á þess-
ari þróunarbraut, óvíst hvenær, birtust hinar miklu móðurgyðjur, líklega
jafnvel á undan karlguðunum og síðan vom þær lengi samtímis þeim. I
milhtfðinni hafði orðið mikil félagsleg bylting. Feðraveldi komst á og tók
við af mæðraveldi. Ffinir nýju feður fengu aldrei alræðisvald framföður-
ins. Þeir vom rnargir og lifðu í samfélögum sem voru stærri en hóparnir
höfðu verið. Þeir neyddust til að láta sér koma vel saman og urðu að
hlýða félagslegum boðum. Líklegt er að móðurgyðjurnar hafi orðið til
þegar mæðraveldið var skert, sem uppbót fyrir skarðan hlut mæðranna.
Karlguðirnir komu fyrst fram sem synir við hlið himia miklu mæðra og
það var ekki fyrr en seinna, sem þeir fengu föðurímyndina. Þessir karl-
guðir fjölgyðistrúarinnar endurspegla aðstæðurnar á öld feðraveldisins.
Þeir era margir, halda hver aftur af öðram og stundum verða þeir að lúta
valdi yfirguðs. En næsta skref leiðir til endurkomu eins allsvaldandi föð-
urguðs.
Eg vitna nú beint í Freud:
Viðurkennt skal að í þessu sögulega yfirliti eru eyður og óör-
uggt er það í sumum greinum. En hver sá sem telur hugmynd
vora um frumsöguna ímyndun eina, vanmetur stórlega hið
ríkulega sönnunargildi efnisins. Mikið af þeirri fortíð sem vér
tengjum hér saman í eina heild hefur hlotið staðfestingu sagn-
fræðinnar, t.a.m. tótemtrúin og samtök karlanna. Aðrir hlutar
hafa varðveist í ágætum eftirlíkingum. Þannig hefur fi-æði-
mönnum oftsinnis orðið starsýnt á hvernig hin gamla tótemm-
áltíð er endurtekin trúlega í helgisiðum kristinnar altaris-
göngu, þar sem hinn trúaði neytir blóðs og líkama guðs síns á
táknrænan hátt. Fjölmargar leifar gleymdrar frumaldar lifa í
þjóðsögum og ævintýrum og rannsóknir sálkönnunar á sálarlífi
barna hafa séð oss fyrir óvæntu efni til að fylla í eyður þekking-
82