Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 92
SIGURJÓN BJÖRNSSON
morð verið framið og Móses ekki verið drepinn. Um dráp Móse ber
Freud fyrir sig virtan fræðimann, Ed. Sellin eins og fjur segir. Sumir
fræðimenn hafa að vísu haldið því fram að Selhn hafi dregið þá skoðun
sína til baka en um það hefur ekki fundist stafur þrátt fyrir mikla leit.
Hlálegast er þetta allt þó vegna þess að tilgátan mn morðið á frmnföð-
mnum var alls óþörf. Nægilegt var að halda sig við ödípusarhugaróra
barnsins með tilhejuandi tvíátt tilfinninga. Og er þá ödípusarduldin
útskýrð sem afleiðing af þríhjTningsaðstæðum uppeldis (foreldrar +
bam) í flestum samfélögum.
Hvað stendur þá eftir af trúarkenningum Freuds? Líklegast það, sem
flestir vita, að Guðshugmyndin hefm þróast og breyst á þúsundum ára.
Hún er breytilegt menningarfiTÍrbæri, sköpuð af manninum til að
útskýra fyrir sér tilveru sína, gefa henni tilgang, sætta sig við harðhnjask
og ranglæti veraldarinnar og eyða hræðslunni við dauðann. Hún byggist
á óskhyggju en er á marga lund vemleikafirrt. En - og kannski er það
höfuðatriðið - Freud getm ekkert urn það fullyrt fiumm en aðrir hvort
til kunni að vera eitthvert yfimáttúrlegt afl sem maðurinn skynjar í
innstu verund sinni og gerir sér hugmjmdir um af fáfræði sinni og skertri
sýn.
Þá kemur að lokum að spurningu, sem menn hafa stundum velt fiuir
sér: Þarf sálgreinandi að vera sammála Freud í trúarefnum til þess að geta
stundað lækningar með aðferð sálkönnunar? Hér má vísa til skoðunar
Freuds sjálfs. Hann tók það sérstaklega fram að enda þótt hann væri sjálf-
ur trúleysingi og notaði kenningar sálkörmunar til að útskýra trú manna,
mætti ekki mgla því saman við sálgreiningu sem lækningameðferð, sem
að sjálfsögðu notaði einnig kenningar sálkönnunar. Skilningur hans á
trúarbrögðum og trúleysi hans væri persónuleg skoðun sem hann rök-
styddi að sjálfsögðu eftir þekkingu sinni og þeim ráðum sem honum
væm tiltæk. Sálgreiningarmeðferð rétt stunduð væri óháð trúarbrögð-
um, hún hefði það hlutverk eitt að lækna mein manna og ætti að vera
jafhgóð í höndum trúaðra manna sem trúleysingja. Enda væm skoðanir
sálgreinenda í þessum efnum af ýmsum toga.
A þessu sjónarmiði má herða enn ffekar með því að líta nánar á h\urt
er hlutverk sálgreiningar og hver era takmörk hennar. Hlumerkið er að
gefa fólki heilsu sína aftur, þegar best lætur. Henni er ætlað að leysa fólk
undan ánauð fortíðar, Inhða og lífi utan raunveruleikans. Henni er ætlað
að styrkja sjálf einstaklingsins, svo að hann geti tekist á ríð verkeíni lífs-
90