Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 96
DAGNY KRISTJANSDOTTIR
Dóra átti einn bróður, ári eldri, Otto Bauer.4 Að sögn Freuds var inóð-
ir þeirra afar ógeðfelld kona sem bæði faðirimi og Dóra töluðu um af
megnri fyrirlimingu. Hún var með „hreinlætisæði“ eða það sem Freud
kallar „húsmóðurtaugaveiklun“. Freud hitti hana aldrei.'’ Faðir Dóru var
auðugur verksmiðjueigandi, myndarmaður en heilsulítill. Þegar Dóra var
sex ára veiktist hann af berklum og var meimur ámm síðar sendm' til
Merano í hlýrra loftslag og fjölskyldan fylgdi með. Þarna kjmnist faðir-
inn fjölskyldu sem Freud kallar herra og ffú K. Hin réttu nöfn þeirra
vora Hans og Peppina Zellinka.6 Frú K. var ung kona og faðir Dóru tók
upp ástarsamband við hana eftir nokkurra ára kynni. Það samband hélt
áffam og fjölskyldurnar vora fluttar til og frá svo að faðirinn gæti hitt ást-
konu sína. Þegar Dóra er 13 ára áreitir herra K. hana kynferðislega í
fyrsta sinn. Hún segir engum ffá því. Þegar hann áreitir hana aftur, 15
ára gamla, klagar hún hann í föður sirm. Herra K. neitar öllu og segir
stúlkuna hafa búið þetta til. Faðirinn kýs þá að taka sér stöðu með herra
K. gegn Dóra. Hún verður mjög sár og finnst að hann sé í raun að nota
sig sem skiptimynt og skaðabætur til herra K. vegna kokkálshlutverks
hans. Frú K, sem Dóra hélt að væri ein besta vinkona sín, bregst trún-
aði hennar. Dóra firrnst allir vera á móti sér og hún er afar ósátt við það
ragl sem hún þarf að taka þátt í. Hún verður stöðugt veikari og fær ný
einkenni. Faðirinn segir að hún sé ímyndunarveik og Freud skilur að
Philipp Bauer hefur í raun falið honum það verkefhi að koma vitinu fyr-
ir dóttur sína svo að hún hætti að stofna sambandi þeirra frú K. í hættu.
Sagan sem Dóra segir Freud er þannig „... sígilt fjölskyldudrama frá
Viktoríutímabilinu og því bæði kynferðisleg og tilfmningaleg orma-
gryfja.“ 7
Freud trúir sögu Dóra en ekki föður hennar en þegar hann byrjar að
leita að orsökum móðursýkiseinkenna stúlkunnar harðnar á dalnum og
samband þeirra Dóra verður æ stríðara eftir því sem frá líður. Dóra seg-
4 Ottó Bauer (1881-1938) varð síðar helsti hugmyndafræðingtu' austurríska sósíalista-
flokksins og einn af leiðtogum hans árin 1918-1934. Hann varð utanríldsráðherra
um tíma í skammlífri vinstri stjórn á millistríðsárunum.
5 „From the accounts given me by the girl and her father I was led to imagine her as
an uncultivated woman and above all as a foolish one, who had concenttated all her
interests upon domestic affairs ... she presented the picture, in fact, of what rnight
be called the „housewifes psychosis“.“ Sigmund Freud, 1977, s. 49.
6 PatrickJ. Mahony, 1991, s. 6-7.
7 „... a classical victorian domestic drama, that is at the same time a sexual and em-
otional can ofworms." Steven Marcus, 1986, s. 59.
94