Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 100
DAGNY KRISTJANSD OTTIR
sannleika sem sjúklingurinn byggi yfir. Síðar viðurkennir hann að yfir-
færslan hefur gildi í sjálfri sér, þar geta komið fram upplýsingar og að-
gangur að duhdtuðum tilfinningum sjúklingsins sem öðru n'si hefðu ekki
getað komið upp á yfirborðið. Loks sér Freud að krafa sjúklingsins um
ótakmarkaða ást er altæk og óseðjandi og að það er hlutverk sálgreinand-
ans að fá sjúklinginn til að skilja að það sem heyrir til hinu ímyndaða
sviði og fantasíunni á að fá að vera þar og memi verða að þekkja mörkin
á milli draums og veruleika. Um þetta skrifaði Freud þrjár gagmnerkar
greinar „HrevLiafl \’firfærslunnar“ (1912), „Að muna, endurtaka ogvinna
úr“ (1914) og „Athuganir á yfirfærsluástum“ (1915).13
Fæst af þessu var Freud ljóst þegar þau Dóra sátu saman síðustu mán-
uði ársins 1900. Honum sást algjörlega yfir það hvers konar yfirfærslur
voru í gangi hjá Dóru en í efdrmála sem hann skrifar til að útskýra af-
stöðu sína til þess sem gerðist þeirra á milli segir hann að Dóra hafi fýrst
yfirfært tvíbentar tilfinningar sínar til föðurins \flir á sig og síðar hafi hún
yfirfært tilfinningar sínar til herra K. yfir á sig en þá hafði hann verið
kominn í stöðu hins elskaða og hataða viðfangs sem var að eyðileggja líf
hennar. Freud yfirsést þetta og það leiðir til þess að hún hættir í með-
ferðinni, að hans sögn.
Freud gerir ekki upp við sínar eighi „gaguyfirfærslur“ en þær gegnsýra
alla greininguna. Eins og Steven Marcus segir: „Þó að Freud lýsi Dóru í
upphafi frásagnarinnar þannig að hún búi yfir „blómstrandi æskuþokka -
sé gáfuð stúlka og aðlaðandi í útliti“ - kemur næstum ekkert aðlaðandi
ffam \dð Dóru í ffásögn hans. Þvert á móti. Það verður æ ljósara að Dóra
vill ekki vinna með honum eins og hann vill. Það verður alveg ljóst að
þegar til kastanna kemur getur Freud ekki sætt sig við það hvernig Dóra
bregst við honum og að honum líkar ekki sérlega vel við Dóru, hvorki
hið neikvæða kynferði hennar né það að hún getur ekki slakað á og lifað
með sínum erótísku tilhneigingum. Honum líkar ekki það sem hann kall-
ar „hin athyglisverðu afrek hennar í því að vera óþolandi“. Honum geðj-
ast ekki að endalausum ásökunum hennar og almennri fýlu. Og mest af
öllu mislíkar honum að hún vill ekki eða getur ekki gefist honum á vald.14
13 Sigmund Freud, (1912b), 1943, (1914b) 1946, (1915b) 1946 í Gesammelte Werke X
, S.Fischer Verlag, London, 1946. Allar greinarnar eru í tólfta bindi The Standard
Edition of the Complete Psychologica/ Works ofSigmund Freud, James Strachey (ritstj.),
London, The Hogarth Press, 1953-1974.
14 Steven Marcus, 1986, s. 89-90.
98