Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 102
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
I seinna skiptið sem herra K. ræðst til atlögu við Dóni er hún fimm-
tán ára gömul, stödd með honum á sumarhóteli þar sem faðir hennar og
frú K. hefðu líka átt að vera en láta sig vanta. Herra K. grípur Dóni þá
aftur þar sem þau eru í göngutúr og reynir að kyssa hana en hún rífur sig
lausa og löðrungar hann. Freud finnst þetta afar ýkt og móðursýkisleg
viðbrögð og eins hræðsla Dóru þegar herra K. stendur sktmdilega inni á
miðju gólfi í hótelherberginu hennar, hefur tekið lykihim og segist vera
frjáls að því að koma í „sitt“ herbergi eins og honum sýnist. Að sjálfsögðu
hefur Dóra gaman af daðri hans, blómasending-um og gjöfum og mjög
trúlega hefur hún átt á laun sínar rómantísku og erótísku fantasíur urn sig
og hann. En hún hefur ekki gaman af valdbeitingu, hótmimn og fyrirlitn-
ingu herra K. á ungum stúlkum sem láta fallerast á einhvern hátt og hún
vill ekki vera í þeirra hópi.
Samsömun Freuds við herra K. er pínlega ljós þegar hami talar um að
eldsvoði í fýrra draumi Dóru tengist reyk og reykingum og löngrni eftir
kossi frá reykingamanni en herra K. var einmitt reykingamaður. Svo seg-
ir Freud: „Ef tekið er tillit til þeirra Hsbendinga sem virðast benda til
þess að um yfirfærslu yfir á mig hafi verið að ræða - og þar sem ég er líka
reykingamaður - komst ég að þeirri niðurstöðu að henni hefði seimilega
dottið í hug í meðferðartímanum að hana langaði til að ég kyssti sig.“19
Það vekur furðu næstum allra sem fjalla um þennan texta að Freud
tekur ekkert tillit til þess að Dóra er ennþá aðeins táningur þegar hún
hefur meðferðina og að hún er barn þegar herra K. áreitir hana f\rrst.
Henni finnst að hún hafi verið misnotuð af öllu fullorðna fólkinu sem
átti að vernda hana og hún hefur mikla þörf fyrir að hlutirnir séu kallað-
ir sínum réttu nöfnum. Unglingar eru uppteknir af „sannleikanum“ mn
líf og samskipti hinna fullorðnu af því að þeir eru að reyna að koma sér
upp sínum eigin mælikvörðum sem þeir geta miðað líf sitt rdð í framtíð-
inni.20 Unglingar eru þekktir fýrir að vera afar hvumpnir og viðkvæmir
fyrir öllu tali fullorðinna um kynlíf við þá. Dóra, átján ára árið 1900,
bregst ókvæða við þegar Freud reynir að fá hana til að „játa“ sjálfsfróun
og erótískar fantasíur og þrár. Rökstutt hefur verið að unglingar upplifi
illa tímasetta eða ótímabæra kynferðislega skýringu á sálarlífi sínu í með-
ferðinni eins og kynferðislega áreitni og sifjaspell.21 Freud er heldur ekki
19 Sigmund Freud, 1977, s. 110.
20 Hannah S. Decker, 1991, s. 112-116.
21 Robin Tolmach Lakoff and James C. Coine, 1993, s. 29-30.
ioo