Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 105
DORAIMEÐFERÐ FREUDS
lesið þetta í sjúkrasögu sinni, eins og gjörvöll heimsbyggðin, þegar saga
hennar birtist á prenti þórum árum síðar.
Það má vel merkja það í texta Freuds hvernig áht hans á föður Dóru
minnkar jaíht og þétt eftdr því sem hann kynnist dóttur hans betur. Les-
andi skilur vel að Freud vilji ekki samsama sig föður Dóru, berklaveik-
um, sýfhssjúkum, nautnasjúkum og siðlausum manninum; það er vafa-
laust ein af ástæðunum fyrir því að hann sér ekki fyrstu yfirfærslu
dótturinnar. Samt á hann meira sameiginlegt með Philipp Bauer en hann
veit eða vill vita og báðir vilja þeir beygja Dóru undir sinn vilja. Freud
ræðir hina sterku samsömun Dóru við föður sinn, ástríður hans, styrk-
leika og veikleika en hann á erfitt með að sjá að konur geti haft áhrif á
Dóru.
Karlrembu- og feðraveldisafstaða Freuds kemur m.a. fram í því að
hann getur ekki samþykkt að kynferði kvenna geti verið sjálfstætt, sterkt
og virkt. Enn og aftur komum við að gagnyfirfærslum Freuds sem segir
að það sem kalli á sterkustu yfirfærsluandstöðuna hjá karlmönnum í
meðferðinni sé hve erfitt þeim þyki að taka óvirka stöðu gagnvart öðrum
karlmönnum. Hann talar sömuleiðis um andstæðu þessa eða „náið vin-
áttusamband við annan karlmann, sem hin „næstum“ kvenlega hlið sjálfs
mín þarfnast.“32 Hið virka er karlmannlegt og hið óvirka er kvenlegt.
Þegar leið á sambandið við Fliess varð tálhneiging Freuds til að upphefja
hann gagnrýnislaust og eigna honum yfirburðagáfur og virkni stöðugt
meira áberandi. Astæðan fyrir því að þetta varð áberandi var einkum sú
að Fliess stóð ekki undir upphafhingunni. Hún var Freud hins vegar
nauðsynleg til að geta dást að vininum og beygt sig undir álit hans og
dóma. Þar með setti hann sjálfan sig í óvirka stöðu þiggjandans. Það er
hið kvenlega í Freud sjálfum, hans bælda samkynhneigð sem hann hefur
þegar hér er komið sögu nýlega rætt bréflega við Fliess, sem er að plaga
hann. Freud átti mjög erfitt með að horfast í augu við þessar kenndir sín-
ar. Honum er það mjög erfitt, næstum ómögulegt að setja sig í spor
Dóru, hann letdir nánast engri samúð að móta viðhorf sín til hennar en
er kuldalegur og strangur. Margir hafa efast um að hann hafi haft nokkra
samkennd (e. empathy) með henni.
Freud getur alls ekki skilið samband Dóru við móður sína. Þegar Dóra
talar um hana af nístandi háði og hafnar henni alfarið, tekur Freud það
athugasemdarlaust upp enda hefur hann fengið staðfestingu á þessu of-
32 Charles Bemheimer, 1985, s. 16.
io3