Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 108
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Þekkingaif-æði Freuds
Freud getur ekki sætt sig við að greiningin hans skuli enda sem „brot“ úr
greiningu og skuli vera ófullgerð en ekki fullkomin eða lokuð heild.
Hann segir að sú saga sem á eftir fari sé ófullgerð, brotakennd, henni sé
ólokið, hún sé gloppótt, endaslepp og ófrágengin, án endis. Hann talar
svo mikið um þetta í aðfararorðum sínum að hann verður nánast stagl-
kenndur. Hann vill upplýsa alla sögu Dóru, afhjúpa sannleikann mn
hana. Samkvæmt hans eigin kenningum er saimleikur Dóru kynferðis-
legur, það eru bældar kynferðislegar hvatir og þrár sem liggja til grund-
vallar móðursýkinni og aðeins með því að fá Dóru til að viðurkenna er-
ótískar þrár sínar er hægt að leysa hnútana í sálarlífi hennar eða að
minnsta kosti kenna henni að lifa með þeim.
Þekking er vald og í Dóru tilfelli sjáum við Freud hvað eftír annað
blása texta sinn upp í stórar og sjálfumglaðar umsagnir um sinn eigin
dugnað, innsæi sitt og skilning. En þetta sjálfstraust er rannnað inn í ef-
ann sem birtist okkur bæði í aðfararorðunum og eftirmálanum og brýst
stöðugt inn í textann. Þegar allt kemur til alls er það nefnilega Dóra sem
er höfundur þess texta sem Freud ætlar að slá sér upp á. Og hún neitar
að leggja texta sinn í hendur Freuds. Hún neitar að samþykkja skýringar
hans og túlkanir um leið og hún neitar að leggja fram sínar eigin.
Vitneskja Dóru er ekki felld inn í kerfi sem er heildstætt og rökvisst.
Það þekkingarfræðilega líkan sem hún gengur út frá, meðvitað og ómeð-
vitað, er opið, ófullgert og t\mfalt eins og kynfæri kvenna en ekki einfalt,
frágengið og lokað eins og táknmynd reðursins (e. phallos), segir Toril
Moi í sinni femínísku túlkun á valdabaráttu Freuds og Dóru.3' Þessi
valdabarátta sem nefnd hefur verið áður fer ekki fram hjá neinum og hún
snýst meðal annars um vald yfir þekkingarfræðinni eða því sem viður-
kennt er sem þekking.
Freud reynir að fá Dóru til að viðurkenna að hún þrái og girnist herra
K. en hún neitar því. Hann reynir að fá hana til að gefa upp hve mikið
hún viti en hún neitar því og þykist ýmist ekkert vita eða eitthvað svolít-
ið um kynlíf. I augum Freuds er ekki hægt að vita „svolítið“ um þetta efiri
og hann gerir ráð fýrir því að ef Dóra viti eitthvað viti hún allt. Þekking
er „þekking á kynlífi“ og sakleysi er skortur á þekkingu (á kynlífi). Dóra
hefur masað við fóstru sína, þjónustustúlkuna og frú K. trúnaðarvinkonu
37 Toril Moi, 1986, s. 196.
ioó