Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 116
BIRGIR HERMANNSSON
sýna að þetta er nú liðin tíð. Valdahlutföll hafa breyst; stjómarandstaðan
er mun sterkari nú en við upphaf síðustu tveggja kjörtímabila, þrátt hn'ir
að öflugasti ogvinsælasti liðsmaður stjómarandstöðunnar, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttdr, sé ekki á Alþingi.
Kosningabaráttan varpaði hins vegar einnig skýru ljósi á ýmsa veik-
leika stjómarandstöðunnar. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru imibtTðis
ólíkir, deila um málefni og treysta hver öðrum illa. Samfylldngin lenti
sérstaklega í klemmu vegna stjómarmtmdunar að kosningum loknum og
mun ég í greininni færa rök flnir því að þetta tengist sögulegum bagga
„vinstri stjórna“ á Islandi. Þrátt fyrir ábyrga stefiiu í efnahagsmálum,
vantar töluvert upp á að Samfylldngin hafi mmið fullan trúnað þjóðar-
innar í þeim efnum. Líklegt má telja að loforð ríkisstjórnarflokkaima um
áframhaldandi stöðugleika og hagvöxt hafi ráðið iniklu um það að sigur
Samfylkingarinnar varð ekld stærri en raun bar vitni.
Deilur um einstök málefhi og hlutur einstakra fomstmnaima era
gjarnan ráðandi í umfjöllmt um stjórnmál. Þau Ingibjörg Sólnúi Gísla-
dóttir og Davíð Oddsson koma nokkuð tdð sögu í þessari grein, en inest
mun ég þó beina athyglinni að innbyrðis stöðu flokkanna og því flokka-
kerfi sem hér er við lýði. I allri umfjöllun um kosningarnar skiptir Sam-
fylkingin miklu máli; það var hún sem sótti á og gerir kröfu um g'rund-
vallarbreytingar á íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin gegnir þtd
aðalhlutverki í þessari grein. Kosningabarátta Samfylkingarinnar var að
mörgu le)TÍ misheppnuð, þrátt þnir að tefla fram Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur sem forsætdsráðherraefhi. Hér mun ég ekki ræða aðdragand-
ann að innkoinu Ingibjargar Sólrúnar í landsmálin, en hvernig Samfylk-
ingin tók á þtd máli ber skýran vott um hversu veikir innviðir Samfylk-
ingarinnar em. Þó að Ossurar væri mátturinn sem formanns flokksins, er
ljóst að frá upphafi var dýrðin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir er vinsælasti og sigursælastd fomstumaður Samfylkingarinn-
ar; að stilla henni upp í fimmta sæti var fásinna - áhætta sem flokkurinn
sýpur nú seiðið af. Eftir því sem nær dró kosningum tapaði Samíýlkitig-
in ffumkvæði og fékk ekki nægjanlega ráðið því hvaða málefni var rætt
um og hvort kosnsingarnar sérast um það að skipta uin landsstjórn eða
ekki. Það er þó óvíst með öllu hvort snurðulaus kosningabarátta hefði
skilað meira fylgi. Kosningabarátta breska Verkamannaflokksins árið
1987 var ein sú best heppnaða í sögu flokksins að þ\d frátöldu að flokk-
urinn tapaði! Til að ná betri árangri verður Samfylkingin því að fara yf-