Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 136
SHOSHANA FELMAN
Ödipusardvildinni og túlkar brotakenndar athugasemdir hans tdð verk
Sófóklesar, Odipus í Kólonos. Lacan heldur því fram að goðsagan um
Ödipus endi ekki h'rr en í Kólonos þangað sem hann fer, blindur og út-
skúfaður. Samkvæmt Felman er það táknrænt að sálgreiningarstoíhunin
hafi Iitið framhjá áframhaldi goðsögunnar um Ödipus (hlutans sem gefur
goðsögunni heildarmerkingu sína). Það stafar af því að hún byggir tdsindi
sín á því kerfi óskauppfyllinga sem Freud setti fram snemma á ferli sínum
í Draumráðningimi (1900), en þetta kerfi tekur mið af vellíðunarlögmál-
inu. Af þessum sökum dæmir stofhunin eitt af lykilverkum Freuds, Hand-
an vellíðunarlögmábins (1920), óvísindalegt en þar setur hann fram kenn-
ingu sína um dauðahvötina, sem ögrar viðteknum hugnyndum mn
vellíðunarlögmálið. Þeir sem neita að samþykkja þessa harmrænu keim-
ingu eru þeir sem byggja greiningu sína á hugmyndum um sjálfið.
Odipus í Kólonos staðfestir kenningu Freuds um dauðahvötina sem sál-
greiningarhefðin afheitar og bæhr. Til vitnis um þessa útskúfuit bendir
Felman á að Lacan var rekinn úr Alþjóðlegum samtökum sálgreinenda
fyrir kenningar sínar. Líkt og Ödipus er hann dæmdur í útlegð. Lacan Iík-
amnar stöðu sálgreiningarinnar sem hefur, með ritskoðun sinni, endur-
teldð goðsöguna og dæmt sjálfa sig í útlegð. Þessi aðgerð sýnir að örlög
sálgreiningarinnar eru að ráfa villigöturnar, hún heldur aldrei handan
Odipusar konungs og blindar sjálfa sig síendurtekið.
Lacan var klínískur sálgreinir og samkvæmt honmn á sálgreinmgin
f}Tst og fremst að beinast að ástundun fremur en ffæðum. Ödipusargoð-
sagan er dæmisaga sálgreiningarinnar eða tiKdsunarffásögn og í ástundun
komum við að henni aftur og aftur. Hún líkamnar aðferðafræði sálgrein-
ingar, aðferð sem m.a. felst í þ\f að varpa Ijósi á fortíðina. A meðan Odipus
konungur miðar að því að Ödipus beri kennsl á uppruna sinn, snýr Odipus
í Kólonos öðru fremur að talathöfninni sjálffi. Það er í tungumálinu sem
saga okkar opinberast og við berum kennsl á þrár okkar.
I sálgreiningu segjum við ffá okkur sjálfum, búum til sögu úr fortíð
okkar. Kenningin um Ödipusardtddina á sér ekld aðeins rætur í goðsög-
unni heldur einnig í túlkun Freuds á reynslu sinni af sögtmni, því hann sá
fortíð sína í Ödipusi konungi. Freud játar þetta sjálfur í bréfi: „Eg hef
einnig fundið til ástar á móðurinni og afbrýðisemi í garð föðurins og trúi
því nú að hér sé á ferðinni almennt fyrirbæri sem tilheyrir bernskunni [...]
Ef þetta er niðurstaðan verður gripmáttur Odipusar konungs skiljanlegur"
(s. 137). „Ödipusarduldin er draumur Freuds" (s. 153) segir Lacan og í
z34