Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 137
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁLGREININGARINNAR
þessum draumi liggja rætur sálgreiningarinnar. Sálgreiningin byggir
kenningu sína á persónulegum kennslum og því má sjá goðsöguna um
konunginn Ödipus, sem er knúinn til að uppgötva fortíð sína, sem dæmi-
sögu um meginviðfangsefni sálgreiningarmeðferðar.
Ödipus konungur tekst á við kynhvötina (e. libido) og birtir bældar
langanir frumbernskunnar. Að því leyti falla kenningar Freuds í Draum-
rdðningum, þar sem fjallað er um óskauppfyllingar, fullkomlega að verk-
inu. En goðsagan heldur áfram í Kólonos þar sem kenningar um hvata-
lífið passa illa. Lacan vill því beita hinni útskúfuðu hugmynd um
dauðahvötina tdl að fullkomna greininguna á goðsögunni. Þegar Ödipus
blindar sjálfan sig hefur hann ferð sína handan Ödipusar, inn í Kólonos,
þar sem hann færist yfir á svið tungumálsins en samkvæmt Lacan er það
dauðinn sem knýr talið áfram. Ódipus í Kólonons fjallar um það að segja og
endursegja söguna af Ödipusi konungi og ber því vitni að sálgreining
snýst um listina að segja ffá. I talathöfninni tekur Ödipus á sig sögu sína,
þ.e. hann samsinnir henni algjörlega og styður örlög sín opinskátt. Það er
aðeins með því að tala sem við höfum aðgang að Öðru, þegar við tölum
opnast leiðin að dulvitund okkar, að þránni. Endalok greiningarinnar fel-
ast í sjálfsafbyggingu eða sviptingu sjálfsins og birtast í lykilsetningu
verksins: „Verð ég þá fyrst maður, nú þegar ég er ekkert?“
Ödipus samþykkir orðræðu Annars en um leið afbyggir hann sjálfan
sig því samkvæmt Lacan er dulvitundin „sjálfsvera sem er í senn ókunn-
ug, misskilin og óþekkjanleg sjálfinu“ (s. 142). Þrá okkar er alltaf ókunn-
ug en hana má nálgast í tungumálinu, því að tal okkar gerir ekkert annað
en að líkja efdr þránni. Fortíð okkar er aðeins til sem frásögn og af því
leiðir að það er fyrst á lokastundinni sem saga okkar verður til. Með
dauðahvötinni boðar Lacan endurkomu gátunnar í sálgreiningu, gátunn-
ar sem Freud glímdi við og kemur fram í goðsögunni. Goðsagan hefur
aðgang að dulvitundinni, orðræðu Annars og birtist þar sem sönn form-
gerð. Hún er gáta því hún getur aðeins birst okkur í Öðru. Með orðum
Shoshana Felman: „Með kalli sínu um að „snúa aftur til Freuds“ - smia
aftur til Kólonos - verður Lacan sjálfur holdtekja endurkomu bælingarinn-
ar í sögu sálgreiningarinnar. Af þessum sökum boðar hann, líkt og Odipus
í Kólonos (og allur stíll hans ber þessum boðskap vitni), endurkomu gát-
unnar“ (s. 157).
Alda Björk Valdimarsdóttir
135