Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 148
SHOSHANA FELMAN
augnabliki sem hann er ekkert? Hvað er það sem Ödipus tekur til sín,
handan þess að bera kennsl á eigin örlög, og hvað markar „endalok grein-
ingar hans“? Hann tekur til sín Annað - í sjálfan sig, hann tekur til sín
samband sitt við orðræðu Annars, „þessa sjáifsveru handan sjálfsverunn-
ar“ (S—II, 245). Með öðrum orðum tekur hann til sín róttæka ahniðjun
eigin sjálfs, affniðjun sjálfsmyndar sinnar (sem Ödipus konungur) og
(sjálfs-)vitundar sinnar. Og það er í róttækri sátt við þá eignarsviptingu
sjálfsins sem Ödipus tekur á sig, sem hnna má, samkvæmt Lacan, grund-
vallarmerkinguna í greiningu Ödipusar og um leið það djúpstæða ödip-
íska gildi sem býr í greiningunni sem slíkri.
Sögulegt gildi þessa er fullkomnað á því augnabliki sem Ödipus bíður
dauða síns - beinlínis tekur hann til sín. En þetta er ekki bara tilviljun:
Það að taka dauða sinn til sín má leggja að jöfhu við það að taka grein-
inguna til sín:
Þú verður að lesa Odipus í Kólonos. Þú munt sjá að síðasta orð
mannsins, það sem tengir hann við þá orðræðu sem hann þekk-
ir ekki - er dauði. (S-II, 245)
Hvers vegna dauði? Hvergi er texti Lacans þéttari og hvergi eru fleiri eyð-
ur. Samt sem áður er ég þess fullviss að þessar eyður feli í sér flóknasta,
dýpsta og mikilvægasta innsæi sálgreiningar hans. Því mun ég reyna - ég
tek áhættuna - að varpa Ijósi á þessa hugmynd með því að halda áffam
greiningunni á Ödipusi í Kólonos og fara „handan“ þess sem Lacan færir ná-
kvæmlega rök fyrir, með því að nota meginlínur Lacans úr öðitmi textum
(öðru samhengi). En fyrst mun ég leggja lykkju á leið mína til útskýringar.
Ödipusarduldin, eins og venjan er að skilgreina hana, fangar tvær fant-
asíur (,,ímyndanir“) um dauðann: Dauða föðurins (ímyndað rnorð) og
dauða sjálfsverunnar sem fylgir í kjölfarið (íinynduð gelding). Barnið
vinnur úr Ödipusarduldinni með því að samsama sig föðm* sínum og öðl-
ast við það yhrsjálf. Samkvæmt Lacan er lausnin sú að varpa inn (e.
introject) nafni föðursins (felur í sér lögbannið við sifjaspelli) en sú athöfn
mótar dulvitund barnsins." A meðan þráin til móðurinnar er bæld, yhr-
11 Samanber E 277-8, N 66-7: ,Jafnvel þó að föðurhlut\rerkið sé táknað með einstakri
persónu beinist það í senn að ímynduðum og raunverulegum samböndum. Slík sam-
bönd eru alltaf að meira og minna leyti ófullnægjandi í samanburði Hð hin táknrænu
sambönd sem þau eru gerð úr.
I nafni fóðurins beruin við kennsl á þær stoðir sem halda uppi því táknræna hlut-
verki sem allt frá því í árdaga hefur tengt persónu hans lagabókstafnum.“
146