Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 7
INNGANGWR RITSTJORA
verður að birtingarmynd þess aðdráttarafls sem býr á óljósum mörkum
lífs og dauða.
I grein sinni „Myndir af listamanninum andspænis dauðanum“ glímir
Jens Lohfert Jorgensen við dauðann í höfundarverki danska rithöfundar-
ins J.P. Jacobsens. Jens varpar fram þeirri fagurfræðilegu spumingu hvort
texti skáldsins ijalli einungis um dauðann, hvort honum sé ekki jafnffamt
ætlað að vera dauðinn, að tjá það tóm sem dauðinn er. I textum Jakobsens
birtist í senn sú hugmynd að dauðinn sé eini mögulegi endirinn, endir
Kfsins og frásagnarinnar, en tun leið er dauðinn allt það sem textinn hverf-
ist um í verkunum, hvort sem það er trúaruppgjörið, vangaveltur um kyn-
hvötina, hstskilninginn eða tilvistina. Hugmyndin um dauðann verður að
endurhfgandi aðgerð og með það í huga skoðar Jens tvær smásögur eftir
Jacobsen, „Fru Fonns“ og „Doktor Faust“. Líf ffú Fonns verður skýrara
andspænis yfirvofandi dauða sínum. I ljósi hans fær síðbúin hfshamingja
fiú Fonns aukið vægi og við það öðlast dauðiim sjálfur merkingu. I
„Doktor Faust“ er þessu ólíkt farið því að þar kemur vitundin um dauð-
ann í veg fyrir að Fást geti tengst lífinu: „Þetta birtist sem örvænting og
gerir hf hans brotakennt, leysir það upp í áratugi, ár sem tengjast ekki að
öðru leyti en því að vera sama innantóma endurtekningin“. Að mati Jens
tekst frú Fonns með kveðjubréfi sínu „að tengja tímann við eitt eihft upp-
hafið nú“ á meðan tíminn rerrnur „án afláts úr greipum Doktors Fást“.
I grein Guðna Elíssonar, „I kirkjugarði nefhum við ekki nöfn: Tími og
tregi í ljóðum Steimmnar Sigurðardóttur“ rekur hann elegísk áhrif í ljóð-
um Steinunnar, hvemig hún leitast við að draga ffam persónulegt samband
hfenda og dauðra í ljóðum sínrun. Yrkisefhi Steinunnar hverfast gjaman
um mannlegan forgengileika, söknuð, missi og sorg. Hún leitast við að
færa dauðann frá hinu dæmigerða og almenna í átt að hinu persónulega og
einstaka, en það er eitt af meginviðfangsefhum tregaskálda samtíðarinnar.
Guðni fjallar um nokkrar kirkjugarðs- og sjálfselegíur eftir Steinunni,
greinir árstíðatregann í ljóðum hennar og túlkar hann m.a. út ffá goðsög-
unni um Orfeif og Evridís, en í goðsögunni má ftnna mikilvægar rætur
tregahefðarinnar. Þcí hefur verið haldið ffam að hinn farsæh syrgjandi sé
sá sem færir ást sína annað, sá sem skapar sér nýja ímynd eða finnur sér
staðgengil í stað ástarinnar sem er glötuð í dauða. Guðni skoðar syrgjend-
ur í verkum Steinunnar í þessu ljósi og bendir á að ýmsar skáldkonur glími
beinhnis við vandamáhð sem felst í því að skipta konunni út fynr tákn í
skáldskap, þörfina fyrir að sökkva henni í jörð niður í nafhi hstar og lífs. I
5