Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 38
ALFRUN GUNNLAUGSDOTTIR
Leifur leggur áherslu á að hann hafi ekki lært nokkurn skapaðan hlut
af fangavist sinni, hún hafi aðeins rænt hann bestu árum ævinnar. Auk
þess sem hann hafi aldrei losnað undan þeirri fortíð (Býr Isl. 243-244).
Og þótt hann hatist ekki við gömlu nazistana, muni hann aldrei fyrirgefa
þeim og finnst sjálfsagt að þeir séu látnir standa reikningsskil gerða
sinna, jafhvel þótt þeir séu orðnir örvasa gamalmenni. Það beri hver
maður ábyrgð á sjálfum sér (Býr Isl. 249, 257). Sjálfur hélt Leifur áfi'am
að „standa sig“ þangað til hann gat ekki meir og fékk loksins þá hjálp sem
hann þurfti. Leifur lést úr krabbameini 24. ágúst 1988, skömrnu áður en
bókin Býr Islendingur hér? kom út. Æðrulaus háði hann sína síðustu bar-
áttu við dauðann sem svo oft hafði setið um hann. Og lengi í semi.
Primo Levi dregur enga dul á að líf hans hefði tekið aðra stefnu, ef
hann hann hefði ekki lent í Auschwitz, til að mynda hefði hann ekki orð-
ið rithöfundur (349). Hann segir ekki beint að fangavistin hafi kennt sér
eitthvað, en leggur áherslu á forvitnina sem hann var haldimi og öi*vaði
hann til að halda áfram að berjast fyrir lífinu, en í fangabúðunum hefði
lífið að ýmsu leyti verið líkt og „risastór líffræðileg og samfélagsleg til-
raun“.21
Jorge Semprún skrifar ekld verk sitt, Vécriture ou la vie fyrr en um hálfri
öld eftir að Buchenwald-fangabúðirnar voru opnaðar. Það var í fyrsta
skipti sem hann skrifaði í formi eigin upprifjunar um rejmslu sína þar. A
hinn bóginn hafði hann nokkrum sinnum notað skáldsöguformið til að
koma henni til skila. I verki sínu leggur Semprún áherslu á opnun búð-
anna og einstök atvik er gerðust innan þeirra, auk þess sem hami segir ft*á
atburðum síðar á ævinni er tengjast því efni. I bókinni er farið fram og
aftur í tíma, líkt og frásögnin hlaupi eftir dyntum minnisins.
Bílalestin sem Semprún var í á leið frá Buchenwald til Parísar í apríl
1945 dvaldi næturlangt í bænum Eisenach til að „farmurinn“ gæti hvílt
sig. Þar ræða nokkrir ungir menn um það hvernig best verði að segja frá
reynslu sinni. I hverskonar formi. Eftir nokkrar umræður og hik komast
þeir að þeirri niðurstöðu, að eina formið sem geti raunverulega komið
reynslu þeirra til skila sé listformið. Skáldskapurinn. Með sagnffæðinni
verði ekki kornist að eðli reynslunnar, innsta kjarna hennar (140-141).
Nokkru síðar þegar Semprún hlustar á jazz á jazzklúbbi í París, þykist
21 Primo Levi: Se questo é un uomo, bls. 79: „[...] una gigantesca esperienza biologica e
sociale."
36