Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 42
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
sem enn er lifandi. Þegar hann kom aftur til Buchenwald árið 1992 í
íyrsta sinn efrir brottförina þaðan 1945, voni í fylgd með honum tveir
ungir menn, Thomas og Mathieu Landman. Hann segir að þeir séu ekki
beint barnabörn sín, en óbeint vegna tilfmningatengsla sem ekki eru
nánar útskýrð (300). Þegar þeir standa úti á „kalltorginu“, leggur
Semprún höndina á öxl Thomasar, eins og hann vilji koma áfram til hans
minningum sínum, „handsala“ honum þær, því að hann veit að sá dagut
muni renna upp, og kannski var hann ekki svo langt undan, að enginn
yrði á lífi af þeim sem komust frá Buchenwald. Enginn sem ætti lifandi
minningu um þann stað (311-312).
Að upplifa dauða annan'a
„Dauðinn er ekki atburður sem tilheyrir lífinu. Dauðann upplifir mað-
ur ekki ,..“26 hefur Semprún efrir austurríska heimspekingnum Ludwig
Wittgenstein og vitnar í verk hans Tractatus (186-187). Þótt setningin
sé slitin úr samhengi, segir hún svo augljós sannindi, að manni finnst
næstum að hægt hefði verið að segja sér þetta sjálfur! Það felist í sögn-
unum tveimur - að lifa og deyja. Að deyja er ekki að upplifa dauðann,
heldur að gera hið gagnstæða við það að halda áfram að lifa. Að deyja er
athöfn og felst ekki hið sama í henni og að vera dauður, sem er ástand.
Eins og það að vera lifandi. Að lifa kynni hins vegar að fela í sér athöín
eða athafhir. En líklega þarf heimspeking til að minna á svo einföld
sannindi.
Leifur Muller, Primo Levi og Jorge Semprún horfðust svo til daglega
í augu við dauðann meðan á fangavist þeirra stóð og upplifðu dauða ann-
arra.
I bók Leifs Muller, Ifangabúðum nazista, er að finna fjórar teikningar
sem Thorvald M. Davidsen teiknaði. Þær eiu áhrifamiklar í einfaldleik
sínum. Davidsen kemur að öðru leyti ekki við sögu, og hefði verið fróð-
legt að fá að vita eitthvað um hann og hvar Leifi áskotnuðust myndirn-
ar. Til viðbótar er að finna í bókinni teikningu sem ber heitið Hungur og
er efrir Odd Nansen, son Friðþjófs Nansen (eina myndin sem hann
teiknaði í búðunum og varðveittist eftir hann, hinar glötuðust). Ef til vill
er það áhrifamesta myndin. Engin þessara teikninga hefur ratað í bók
Garðars Sverrissonar, Býr Islendingur hér? Þeir Nansen og Davidsen leit-
26 „Der Tod ist kein Ereignis des Lebens. Den Tod erlebt man nicht...“
4°