Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 53
í NÁVIST DAUÐANS
vísu á þýsku. En söngurinn gerði Þjóðverjann í senn berskjaldaðan og allt
að því saklausan. Það var ekki íyrr en hermaðurinn var sestur aftur á mót-
orhjólið að þeir Judien tóku í gikkinn (46-47).
Þegar Semprún hafði ákveðið að gleyma, var hann ekki síst að hlaupa
burt frá minningunni um dauðann. Hann vildi ekki festast í henni, þvert
á móti vildi hanun komast burt. Honum fannst að hann hefði líkt og far-
ið gegnum dauðann (27). Eftir upphfunina í Buchenwald var hann eigin-
lega ódauðlegur, hér eftir gat ekkert iht komið fyrir. Hið illa var að baki.
Meðal annars vegna þess gat Semprún lagt sig í hættu og farið að starfa
neðanjarðar á Spáni. En að skrifa um allan þann dauða sem hann hafði
orðið vimi að, fannst honum vera að framlengja harm og sú tilfinning var
kæfandi, ekki ósvipað og þegar Gestapo var að dýfa honum í baðker í bú-
stað í Auxerre (268).
En ekki var hægt að hlaupa endalaust undan dauðanum og minning-
unni um hann. Þegar Jorge Semprún var búinn að gefa út sína fýrstu bók,
Le long voyage, og hljóta lof fyrir hana í bak og fyrir, birtist dauðinn aft-
ur út við sjónarröndina, hann bjó í framtíðinni, og um sama leyti fór ang-
ist að ná tökum á honum, einkum í apríl, en Bandamenn höfðu frelsað
Buchenwald-búðimar í þeim mánuði (244). En það er svo ekki fýrr en
Semprún fréttir lát Primo Levi að dauðinn verður aftur nálægur. Hann
verður nútíð.
Semprún var aftur orðinn dauðlegur.
Hann og Levi vom á svipuðu reki.
Eftár að Semprún varð laus úr haldi forðaðist hann ekki aðeins fyrrver-
andi fanga, hann vildi ekki einu sinni lesa bækur sem fjölluðu um fanga-
búðir nazista. Það var komið fram yfir 1960 þegar hann las bók Primo
Levi, Se questo e un uomo, og gerði það þá fýrir áeggjan vinar (255, 265).
Þegar Semprún var farinn að skrifa sjálfur, tók hann eftir að honum var
um megn að skrifa um fangabúðirnar eins og þær væm nútíð fyrir les-
andanum. Semprún gat ekki staðsett sig og frásögn sína innan búðanna.
Frásögnin hófst aldrei þar, heldur annað hvort á undan, áður en komið
var til fangabúðanna, eða á eftir þegar búið var að opna þær (182). En svo
gerðist kraftaverk. Semprún var að skrifa sögu í apríl 1987, sögu um
mann sem kemur til Buchenwalds og sá sem hann kom auga á inni í búð-
unum var Semprún sjálfur. Semprún skildist að eitthvað nýtt væri í upp-
siglingu hjá sér, eitthvað sem tilheyrði annarri sögu í framtíðinni, svo að
hann tók sig úr sögunni sem hann var að skrifa og setti þau blöð í möppu.
51