Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 65
.DAUÐI! MAÐUR ER VERÐD\UNAÐUR MEÐ DAUÐA!'
verið yfirtekin af zombíum. Lokasena myndarinnar sýnir zombíur
streyma um brýr í átt að borginni.11
III
Margir álíta að zombíu-myndimar séu róttækasta tmdirgrein hrollvekj-
unnar og bjóði upp á sterkustu samfélagsgagnrýnina. Þetta kemur ekki
síður fram í gróteskunni, en zombíumyndimar em yfirleitt ýktustu
splattermyndir hrollvekjunnar. Dæmi um það em áðurnefndar myndir
Romeros, sérstaklega þær tvær síðari, og ítölsku myndimar, en af öðrum
má nefna Evil Dead myndimar (Sam Raimi 1983 og 1987), Braindead
(Peter Jackson 1992), Re-Animator myndirnar (Stuart Gordon 1985 og
Brian Yuzna 1991), Demons myndirnar (Lamberto Bava 1986 og 1987)
og nú síðast Freddy vs. Jason (Ronny Yu 2003), en þar ræsir Freddy sjálf-
an Jason úr gröf sinni til að stuðla að hræðsluáróðri. Myndimar lýsa all-
ar algeru líkamlegu niðurbroti, rotntm og upplausn, innyfli velta út úr
romandi skrokkum, húð er rifin af í flygsum og líkamspartar sundrast. I
sumum tilfeHum dugir Hkamleg sundrun ekki til, líkamspartamir eiga sér
sjálfstætt líf sem snýst einungis um ofbeldi, dæmi um slíkt er helst að
finna í paródískum útgáfum zombíu-myndanna eins og Evil Dead mynd-
unum og Re-Animator myndunum. I þeim myndum kemur einna skýrast
fram að meginuppspretta óhugnaðarins er ekki sjálfur dauðinn heldur
dauðinn sem ekki deyr, aUt þetta Hf í dauðanum.12
En zombían er Ifka grótesk að því leyti sem öllum gildum og viðmið-
um er snúið við: Hún býður uppá einskonar eilíft karnival, þar sem lík-
aminn er bókstaflega það eina sem efdr er.13 Sem slík er hún líka hið fuH-
11 Þess má geta að í einni senunni lendir tmga fólkið inn í miðjum kirkjugarði kon-
ktdstadora, sem að sjálfsögðu taka að rísa úr 400 ára gröfum sínum til að éta liðið.
Undarleg og ómarkviss vísun sem gæti átt að minna á uppruna zombíunnar sem
þrælamýtu - en samkvæmt þessu hafa afkomendur þrælanna (því sá sem veldur
zombíufaraldrinum virðist vera galdramaður á öðrum hluta eyjarinnar) náð þræla-
höldurum sínum á sitt vald. Hinsvegar býður þessi óvænta uppákoma konkvistador-
anna upp á skemmtilegt samspil við sjóræningamyndina um bölvun svörtu perlunn-
ar, þar sem það er einmitt bölvun frumbyggja/þræla á gulli því sem þeir neyðast til
að afhenda konkvistadorunum sem veldur zombískri tilvist sjóræningjanna.
12 Þetta er viðtekin túlkun á hrollvekjunni. Sjá t.d. Matthías Viðar Sæmundsson 1999,
og Thitchell 1988.
13 Sbr. kenningar Mikhails Bakhtins um grótesku og kamival sem viðsnúning opin-
berra gilda, hefða og hugmyndafræði: I stað þess að andinn sé yfir efnið hafinn, hef-
Ó3