Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 103

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 103
I KIRKjUGARÐI NEFNUM \TO EKKI NOFN Ljóðið er þagnarbragnr, vitnisburður um rödd sem er þögnuð. Hér má fiuna eitt af meginviðfangsefnum kirkjugarðselegíunnar en upphaf henn- ar má rekja til ljóðs enska skáldsins Thomasar Grey, „Elegy written in a country church-yard“ frá miðri átjándu öld. Kirkjugarðurinn er sögu- sviðið í nokkrum af tregaljóðum Steinunnar. I nýjustu ljóðabók hennar, Hugástum, má nefiia annan hluta „Brotinna borga“. Ljóðmælandi er staddur í: „Borg kirkjugarða þar sem hinn látni er SKALD/og enginn hefur heyrt hans getið“, þar sem „Aðrir heita SKÓGRÆKTARMENN á legsteinum/og hvíla í margföldum ffiði.“21 I starfsheitunum býr minning um æ\dstarf, í sumum tilfellum ástríðufull en lágstemd yfirlýsing. Hvernig er að vera skáld en koma ekki ffarn sem slíkt? Hvað hugsa og skrifa þau skáld sem enginn hefur lesið? Hvernig er að rækta skóga í hrjóstrugu og trjálausu landi? Hver er munurinn á því að yrkja ljóð og yrkja jörðina? - svo ég taki mér orð annars skálds í murtn. Þannig notar Steinunn starfs- heiti á legsteinum til að fanga drauma og þrár fólks sem er að eilífu horfið, en á legsteininn er rituð gagnorðasta ævisaga hvers einstaklings. I „Ljósmynd handa syni“ úr sömu bók er ljóðmælandinn kona, á ferða- lagi í útlöndum. Hún kemur að gamalh kirkju sem er „hvergi getið í bók- inni“ og hefur því gleymst þó að hún standi enn í okkar tíma. Konan gengur inn í kirkjugarð með mörgum steinkrossum og les á legsteina sem standa yfir gröfum ungra hermanna. Ljóðið verður að minnismerki um Duncan Frost, 19 ára, sem „særðist til bana í Hollandi“ árið 1944: „Svo sá ég legstein annars Duncans. Hann var ekkjumaður í hálfa öld. A sama stein er letrað nafn sonar hans, Roberts, sem varð áttatíu og fimm ára.“22 Þessir ókunnu, útlendu menn eru særðir fram í íslensku ljóði sem stendur vörð um minningu þeirra, hversu fábrotin sem hún kann að vera. Ljóðmælandi lætur síðan taka mynd af sér í garðinum svo að afkomend- ur hennar geti ratað leiðina að kirkjumti gömlu og bætir við að því er virðist síðbúinni hugsrm, sem þó knýr ljóðið áfram og kalla mætti upp- sprettu þess (eins og titillinn gefur til kynna): „Og meðan ég man, þetta er líka myndin af ömmu í útlöndum sem börnin þín skoða, þegar þar að kemur.“ „Ljósm}md handa syni“ er þannig öðrum þræði sjálfselegía ljóðmæl- andans, minnisvarði (eða öllu heldur lágstemt minningarbrot) um ein- stakling sem gaf sér tíma til að minnast hinna dauðu en verður líklega 21 Steinunn Sigurðardóttir: Hugástir, bls. 56. 22 Steinunn Sigurðardóttir: Hugástir, bls. 37. IOI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.