Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Qupperneq 103
I KIRKjUGARÐI NEFNUM \TO EKKI NOFN
Ljóðið er þagnarbragnr, vitnisburður um rödd sem er þögnuð. Hér má
fiuna eitt af meginviðfangsefnum kirkjugarðselegíunnar en upphaf henn-
ar má rekja til ljóðs enska skáldsins Thomasar Grey, „Elegy written in a
country church-yard“ frá miðri átjándu öld. Kirkjugarðurinn er sögu-
sviðið í nokkrum af tregaljóðum Steinunnar. I nýjustu ljóðabók hennar,
Hugástum, má nefiia annan hluta „Brotinna borga“. Ljóðmælandi er
staddur í: „Borg kirkjugarða þar sem hinn látni er SKALD/og enginn
hefur heyrt hans getið“, þar sem „Aðrir heita SKÓGRÆKTARMENN á
legsteinum/og hvíla í margföldum ffiði.“21 I starfsheitunum býr minning
um æ\dstarf, í sumum tilfellum ástríðufull en lágstemd yfirlýsing. Hvernig
er að vera skáld en koma ekki ffarn sem slíkt? Hvað hugsa og skrifa þau
skáld sem enginn hefur lesið? Hvernig er að rækta skóga í hrjóstrugu og
trjálausu landi? Hver er munurinn á því að yrkja ljóð og yrkja jörðina? -
svo ég taki mér orð annars skálds í murtn. Þannig notar Steinunn starfs-
heiti á legsteinum til að fanga drauma og þrár fólks sem er að eilífu horfið,
en á legsteininn er rituð gagnorðasta ævisaga hvers einstaklings.
I „Ljósmynd handa syni“ úr sömu bók er ljóðmælandinn kona, á ferða-
lagi í útlöndum. Hún kemur að gamalh kirkju sem er „hvergi getið í bók-
inni“ og hefur því gleymst þó að hún standi enn í okkar tíma. Konan
gengur inn í kirkjugarð með mörgum steinkrossum og les á legsteina
sem standa yfir gröfum ungra hermanna. Ljóðið verður að minnismerki
um Duncan Frost, 19 ára, sem „særðist til bana í Hollandi“ árið 1944:
„Svo sá ég legstein annars Duncans. Hann var ekkjumaður í hálfa öld. A
sama stein er letrað nafn sonar hans, Roberts, sem varð áttatíu og fimm
ára.“22 Þessir ókunnu, útlendu menn eru særðir fram í íslensku ljóði sem
stendur vörð um minningu þeirra, hversu fábrotin sem hún kann að vera.
Ljóðmælandi lætur síðan taka mynd af sér í garðinum svo að afkomend-
ur hennar geti ratað leiðina að kirkjumti gömlu og bætir við að því er
virðist síðbúinni hugsrm, sem þó knýr ljóðið áfram og kalla mætti upp-
sprettu þess (eins og titillinn gefur til kynna): „Og meðan ég man, þetta
er líka myndin af ömmu í útlöndum sem börnin þín skoða, þegar þar að
kemur.“
„Ljósm}md handa syni“ er þannig öðrum þræði sjálfselegía ljóðmæl-
andans, minnisvarði (eða öllu heldur lágstemt minningarbrot) um ein-
stakling sem gaf sér tíma til að minnast hinna dauðu en verður líklega
21 Steinunn Sigurðardóttir: Hugástir, bls. 56.
22 Steinunn Sigurðardóttir: Hugástir, bls. 37.
IOI