Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 112
GUÐNIELÍSSON
merkingu sína í fornar hugmyndir og helgisiði sem tengjast hringrás lífs-
ins, förinni frá harmi og dauða í átt að huggun og upprisu. Sacks segir
frjósemisguðinn vera fyrirmynd hins látna í svo til öllum hefðbundnum
tregaljóðum. Hann deyr, er syrgður og rís upp á nýjan leik, hami er tákn-
mynd endurlausnar, sönnun þess að maðurinn geti sigrað dauðaim.42
Frjósemisguðir höfðu það hlutverk að tryggja endurnýjun lífs að vori, en
dauði þeirra og endurfæðing gerði átrúendum kleift að beina sorg sinni
og gleði að persónugervingi með fastmótað hlutverk í stað þess að horfa
til margbrotinnar og óræðrar náttúru. Þá er maðurinn ekki lengur sá
óvirki árstíðaþegi sem Steinunn lýsir í „Arstíðasöngli“. I frásögn sinni af
frjósemisgoðinu býr hann sér til staðgengil sem hefur bein áhrif á nátt-
úruna. Náttúrunni hnignar á haustin vegna þess að guðinn (eða stað-
gengill hans) er látinn, hún visnar í hryggð yfir fráfalli hans. Sacks sér í
þessu ferli hliðstæðu fort-da leiksins sem Freud lýsti, en þar sviðsetur
barnið í sífellu fráfall og brotthvarf móðurinnar með leik sínum, hörmu-
legan atburð sem er gerður bærilegri fyrir þá sök eina að í leiknum er
barnið við stjórn ólíkt því sem er í raunveruleikanum. Drápið á frjósem-
isguðnum er að sama skapi tilraun mannsins til að snúa óvirkri stöðu
sinni frammi fyrir náttúrunni sér í hag og kannski líka að refsa henni í
leiðinni.43
Steinunn fjallar um síendurtekinn fórnardauða konunnar í ljóðinu
„Haustverk“ sem jafnframt má skoða sem greiningu á drifkrafti hinnar
elegísku hefðar ef fallist er á kenningu Sacks um tengsl ffjósemisminna
og tregaljóða. Konunni er ætlað að stýra óræðri náttúrunni með dauða
sínum, halda aftur af ótta karlmannsins, það tilheyrir haustinu að fórna
konunni og koma henni niður í jörðina:
Haustin eru tími litanna sem varpa sér yfir landið en gleymum
ekki að það er líka á haustin sem menn drepa kærustur sínar.
Þetta gerist á ýmsan hátt eftir að kólna tekur í veðri og menn
missa trú á náttúruna. Víst er október næstur og allir vita hvað
við tekur síðan. Gallinn er sá að menn treysta ekki húminu.
Það er misskilningur og á haustin fara menn þess vegna að
drepa. Þegar nóg hefði verið að hypja sig bara. Milli rauðra jóla
og nýárs rísa kærustur upp frá dauðum, stíga upp til himna á
42 Sacks: The English Elegy: Studies in the Genre from Spenser to Yeats, bls. 26.
43 Sjá Sacks: The English Elegy: Studies in the Genre from Spenser to Yeats, bls. 21.
IIO