Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 124
GUNNARJ. ARNASON
segja, eða lýsa með táknrænum eða frásagnarlegum hætti í mynd, án þess
að bregðast því sem er verið að reyna að birta. Þetta virðast vera næsta
vonlausar og þversagnakenndar tilraunir tál að £á okkur til að sjá eitthvað
án þess að okkur sé sýnt það.
En hvers vegna ekki að tala hreint út urn hlutina og hætta að vera með
þessi langsóttu undanbrögð? Astæðumar em ekki aðeins heiinspekilegar
og akademískar, þær era frka tilfinningalegar og fagurfræðilegar. Það
hefur verið ríkjandi viðhorf meðal listamanna í nútíinanum að sá sem tali
hreint út, þ.e. gefi tilfinningum lausan tauminn, lendi óhjákvæmilega í
snöra tilgerðar og tilfinningasemi. Það er ekkert athugavert við að finna
til óhugnaðar, en þegar óhugnaðurinn sjálfur er leið til að komast í geðs-
hæringu, eru hin tilfinningalegu tdðbrögð ekki lengur í neinu samhengi
við tilefnið. Þetta er nákvæmlega það sem Serrano rejmir að gera, að
skapa geðshræringu hjá áhorfandanum tdir að finnast myndirnar óhugn-
anlegar, og í framhaldi af því ánægju yfir að hafa komist í svo mikla
geðshræringu. „Ahrifaríkar myndir“, segjum við svo upp úr eins manns
hljóði og staðfestum fyrir sjálfum okkur hversu vel þeim hefur tekist að
fullnægja kröfu okkar um tilfinningalegt áreiti. Hjá frstamönnum getur
tilfinningasemi leitt til hvimleiðrar hegðunar, sem lýsir sér í krampa-
kenndum tilraunum til að upphefja eigið tilfinningalíf. Expressjónisminn
er sú liststefna sem hefur oftsinnis verið gagnrýnd fýnrir að leiðast út í
yfirdrifinn tilfinningavaðal, enda hefur tilfinningasemi lengst af í nú-
tímalist þótt afar óæskilegur eiginleiki listaverka. Magnús Pálsson er
engin undantekning að þessu leyti, tilfinningasemi og tilgerð eru honum
eitur í beinum.
Þegar kom fram á sjöunda áratuginn höfðu listamenn fengið sig full-
sadda af fagurfræði tómleikans og ýmsar listhreyfingar leituðust \dð að
frelsa okkur undan oki angistarinnar, snúa baki við yfirþyrmandi alvöru-
gefhi og taka fáránleikanum opnum örmuin. Listamenn Flúxus hreyf-
ingarinnar litu á fáránleikann sem móteitur tilfinningaseminnar: Ef við
verðum að horfast í augu við tómið getum við að minnsta kosti hlegið
að því. Eftir þetta virtust listamenn lengi vel vera áhugalausir um dauð-
ann og aðrar tilvistarþrautir, þótt þær hafi skotið upp kollinuin öðru
hverju í verkum manna eins og Joseph Beuys. Það var kannski hinn
póstmóderníski uppvakningur sem særði ímyndir dauðans aftur upp á
yfirborðið, með nýexpressjónisma og nýsymbólisma. Þrátt fýrir það
kom fátt fram sem ekki hafði verið reynt áður. Raunsæi, menningar-