Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 125
SAMTAL FRÆÐLMANNS OG LISTAMANNS UM DAUÐANN
bundið táknmál, táknsögur, tjáningarrík innlifun, „freudískt“ táknmál
og það sem við getum kallað merkingarrof. Að mörgu leyti hefur mynd-
list síðari ára tekið upp þær nálganir sem áður hafa tíðkast og útfært þær
á nýjan hátt og í gegnum nýja miðla, t.d. með ljósmynda- og mynd-
bandalist, gjömingum, innsetningum og blandaðri tækni ýmiss konar.
Meginbreytingin var sú að samtímalistamenn á síðastliðnum tuttugu ár-
um eða svo, hafa ekld leitast við að túlka dauðann eða vitundina um
hauu frumspekilega, heldur hafa þeir túlkað hana með hjálp menning-
arbundinnar og félagslegrar „orðræðu“, hvernig dauðinn er sýndur, eða
ekki sýndur, í vestrænum, alþjóðavæddum þölmiðlakúltúr. Frekar hefur
verið leitast við að sýna gagnrýninn mótþróa við staðlaðar og yfirborðs-
kenndar ímtmdir, sem endurspegla ríkjandi viðhorf og viðtekið gildis-
mat. Það ætti því ekki að koma á óvart að táknmál úr fortíðinni láti aft-
ur á sér kræla, en ekki vegna vanþekkingar á hefðinni, því að listamenn
hafi „gleymt“ fortíðinni, eða hafi verið að stæla verk fýrirrennara sinna.
A póstmódemískum tímum þótti hvers kyns leit að „eðli“, „náttúm“,
eða „sannleika“ um dauðann, ótrúverðug. Allar tilranuir til að sýna og
lýsa hlutum era innan tungumáls, og allt sem sagt er, allar lýsingar og
myndir, era afstæðar gagnvart öðram myndum og lýsingum í speglasal
menningar á hverjum tíma.
Því er ekki að furða að launhæðni skuh hafa verið eitt af einkennum
hins póstmódemíska tíma, þar sem háð og tvíræðni era notuð til að
grafa undan tdltrú á vanabundnum talsmáta og endurteknum ímyndum.
Launhæðninni hefur fylgt meðtdtuð notkun á khsjum og öllum þeim
ódýra brögðum sem áður töldust andstæður einlægrar listrænnar tján-
ingar. Það er eins og sumir listamenn hafi tekið versta kostinn ffam yf-
ir þann næst besta, að snúa út úr klisjum frekar en að láta sér nægja hálf-
gildings einlægni sem sleppur þó aldrei undan því að verða ríkjandi
orðræðu að bráð.
I verkum yngri höfunda hefur ímynd dauðans jafnvel verið gerð að
ímtmd dægurmenningar. Sem dæmi hefur Jón Sæmundur Auðarson per-
sónugert dauðann og kallað hann, „Herra Dauður“. Hðeigandi vöra-
merki fýlgir fatnaði sem hann hannar og selur. Höfuðkúpan er gerð að
merld eins og þau sem eru notuð til að gefa til kynna að maður tilheyri
ákveðnum hópi, á svipaðan hátt og sumir bera utan á sér merki íþrótta-
félags eða rokkgrúppu. „Herra Dauður er vinur minn“, er eitt af slagorð-
um Jóns Sæmundar.
I23