Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 162
PETUR KNUTSSON
bomir fram, heldur gefa til kynna að d á milli þeirra sé framgómmælt).
Hljóðlíking þessi hefði glatast í orðréttri íslenskri þýðingu: ég elskaði, ég
kvaldi. En með því að bæta við verst og mest tekst þýðanda að endurskapa
hinn upphaflega orðaleik.
Setningin Peim var ek verst er ek unna mest er því meðvituð og fáguð
þýðing á an ro carus ro cráidius. Jafnframt er ljóst að spurning Bolla,
„Hverjum hefir þú manni mest unnt?“ vísar þegar, á undan svarinu, til
þýðingar á írska kvæðinu. Með öðrum orðum, frásögnin stenst ekki,
spurningin og svarið eiga sér tilvist eingöngu í heimi bókmennta. Hin
mikla írska undiralda sem ég hef teiknað upp hér að framan er ekki for-
senda frásagnarinnar sjálfrar, heldur undirbýr hún jarðveg fruir skáld-
skaparverkið Laxdælu, og myndar skilningsramma okkar seinni tíma les-
enda. Það er með þessiun skilningi á eðli skáldskaparins sem við hverfum
aftur að samtalinu fræga heima að Helgafelli.
Eg stend í sporum Bolla Bollasonar: mitt er nú að botna spekingslega,
og draga alleinarðlega ályktun um kjarna málsins. Tilvísunin í írska
kvæðið bregður ekki ljósi á það hvort Guðrún hafi einn eða fleiri menn í
huga: bæðiþeim og an geta verið í eintölu eða fleirtölu. Svava Jakobsdótt-
ir fór óhefðbundnar leiðir og Hðraði þá hugmynd, að Guðrún ætti Hð
sjálfa sig: „Eg var sjálfri mér verst“.31 Sú skýring stenst varla miðað Hð
íslensku (þeim getur ekki átt við konu), og þótt írska tilvísunarfornafhið
an gæti verið kvenktms er hér einnig um ólíklega túlkun á orðum Líad-
an að ræða. Sverrir Tómasson hefur bent mér á þann möguleika að Guð-
rún eigi við sjálfan Krist og hafi iðrast þess að hafa of lengi snúið við hon-
um baki.32 Það skemmtilega við tillögu Sverris er að hún ætti einnig við
um Líadan; og telja má líklegt að sá skilningur á orðum Líadan hefði
höfðað til einsetukonunnar Guðrúnar.33 En fleiri hliðstæður milli Líad-
an og Guðrúnar koma hér við sögu. Báðar hafa þær orðið að kerlingum
31 „Skáldsk-apur og fræði“, bls. 60.
32 Sverrir Tómasson, einkasamtal.
33 Rétt er að minnast þess að afstaða einsetukvenna til Krists á miðöldum var oft túlk-
uð á tilfinningaríku ástarmáli. Til dæmis bera inngangsorð Þe ’wohunge ofure lauerd
(Astarjátning til drottins vors), sem ensk nunna orti snemma á 13. öld, þess vitni að
Kristur væri sá sem hún unni mest. Þar er Kristur ávarpaður sem „elskhugi, drott-
inn, heilari, hunangstár, smyrsl; sætari er minning þín en hunang í munni“-/eíM swet.e
iesu. mi dmð. mi derling. mi drihtin. mi healend. mi huniter. rni halwei. sweter is mun-
egunge ofþe þen mildeu o muðe. (Early English Text Society, Oxford 1958, bls. 20).
Athyglisvert er hve lítill merkingarfræðilegur munur er í reynd á enska orðinu dar-
ling „ástin mín“ og íslenska orðinu dýrlingur.
ióo