Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 193
NÆRVERA DAUÐANS í LÍFINU
að sýna fram á þennan möguleika ryð ég brautina að síðasta áfanganum
sem jafnframt skiptir mig mestu máli.
Dauðinn er vanalega álitinn vera eitthvað neikvætt. Með því að segja að
eitthvað sé neikvætt er átt við tvennt. Heimspekingar meina með því eink-
um það sem eitthvað er ekki, sem sagt eitthvað annað. Samkvæmt óheim-
spekilegri málnotkun er með hinu neikvæða einkum átt við það sem hefur
neikvætt gildi, eitthvað sem við viljurn ekki að sé, og ástæðan fyrir því að
við viljum það ekki er, þegar öllu er á botninn hvolft, sú að það veldur okk-
ur þjáningu. Dauðinn er venjulega talinn vera eitthvað neikvætt í báðum
merkingum orðsins. Hann er neikvæður sem andhverfa lífsins og sem eitt-
hvað sem við viljum ekki. Nú má túlka svefninn og nóttina sein áþreifan-
lega forboða hins neikvæða í fyrmefndu merkingunni og sjúkdóma sem
áþreifanlega forboða hins neikvæða í síðamefndu merkingunni. I stað þess
að segja „forboði“ mætti einnig segja forleikur. En jafnvel þótt þessi túlkun
ætti sér stoð í veruleikanum væri ekki um að ræða allan vemleika dauðans,
heldur aðeins vemleika sem boðar komu hans. Kannski boðar dauðinn
komu sína í svefiú og að nóttu að því leyti sem lífið í svefninum er and-
hverfa hins vakandi lífs og næturlífið er andstæða daglífsins. Lífið í vöku og
að degi til er hið eiginlega lifandi líf og andspænis því virðist lífið í svefni
og að nóttu til vera lífleysi. A svipaðan hátt getur dauðinn boðað komu sína
í veikindum. Dauði sem ekki orsakast af ytri áverkum, einnig ellidauðinn,
markar vanalega endi veikinda. Fullnægjandi hugtak um dauðann krefst
fullnægjandi hugtaks um veikindi. Hvemig svo sem ber að skilja veikindi
nánar þá era þau alltént skert líf og í þeim skilningi deyjandi líf. Vera má
að þegar einhver er „dauðveikur“ kalh það ekki á ffekari skýringar. En það
em ekki aðeins til banvænir sjúkdómar, þ.e. sjúkdómar sem leiða óhjá-
kvæmilega til dauða. Aður en við deyjum í hversdagslegri merkingu orðs-
ins virðast hver einustu veikindi láta eitthvað í okkur deyja og það á annan
hátt en í ævilöngum dauða hins heilbrigða.
Við emm nú komin að punkti sem við getum einungis komist ffamhjá
með því að hverfa aftur til ffumspekilegs skilnings á dauðanum. Hinn
ffumspekilegi, þ.e. upphaflega hinn platonski skilningur á dauðanum fel-
ur í sér, auk skilgreiningarinnar á honum sem aðgreiningu sálarinnar frá
líkamanum eins og getið var um í upphafi, einnig skilgreiningu á heim-
speki sem æfingu fyrir dauðann.15 Æfingin felst í því að gera með ófull-
15 Sbr. Platon, Fædon, 61 c, 63e-64a, 64e-65a, 67d-e. Skilgreiningu dauðans sem að-
greiningu sálarinnar frá líkamanum er einnig að finna í Gorgíasi (523e).
I77