Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 14
AUÐUR ÓLAFSDÓTTTR
Neðst á myndfletinum er
málaður texti, skrifaður á
frönsku þar sem lesa má
eftirfarandi staðhæfingu:
„Ceci n’est pas une pipe“
(þetta er ekki pípa). Yfir-
lýsinguna ber að skoða í
ljósi sérstöðu myndmáls;
texti í myndlistarverld er
jCzCI n ’eM JUX/> wri£ fdfUZ. ekki tungumál heldur
myndmál. Sérhvert mynd-
listarverk býr sér til siim
eigin hmbyggða merkingarheim og því er texti málaður á málverk jafii-
mikið myndmál og hvað annað. Eða orðað á annan hátt: Tungumál
myndhstar er myndmál, ekki bókmál og hugsun hennar er mymdhugsun.
Samband texta og myndar þarf síðm en svo að vera rökrétt, málaðir bók-
stafir á striga eru enda ekki það sem gerir mymdlistarverk „læsilegt“.
Saxmleiksgildi ofangreinds texta Magritte felst einmitt í því að þetta er
ekki pípa heldur mynd af pípu, þetta er málverk. A þann hátt er verkið
h'ka áminning um það að jafnvel raunsæjasta gerð listaverks er skýlaus
veruleikablekking, að málverk, sama hvert viðfangsefnið er, er í eðli sínu
litir og form á rennisléttum léreftsdúk, ekki gluggi út í heiminn.
Jafnvel þótt frásagnarkennd mymdlist lýrri alda standi að ýmsu 1 eyti
nær bókmenntalegri frásögn en samtímamyndlist, þá er öll ffásögn í
myndlist gervifrásögn í bókmenntalegum skilningi. Samtímamymdhstar-
meim nota tungumáhð í verkum sínum á fjölbreyttan máta og langt frá
því að þeir einskorði sig við texta sem lýtur lögmálum rökrænnar fram-
setningar hefðbundinnar orðræðu. Tengsl þeirra við tungmnálið spanna
allt frá hefðbundnum ffásagnarkenndum verkum, í ætt við inymdlist fyrri
alda, til þess að líta á tungumálið sem málvísindi. Meðal óhkra inyndlist-
armanna sem hafa unnið með tungumálið í verkum sínum má nefha kúb-
istana Pablo Picasso og Georges Braque, fyTrnefhdan Magritte, Marcel
Duchamp, Bruce Nauman, Lawrence Weiner, Joseph Kosuth, Dieter
Roth, Sophie Calle, Ilya Kabakov og Ian Hamilton Finlay. Þeir Picasso
og Braque gerðu tilratmir með bókstafi og orð sem form á meðal forma
á tvívíðum fleti hins klassíska olíumálverks (collage verk), en þeir ofan-
greindu myndlistarmenn sem komu fram effir 1960 mótast í andrúmi