Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 134
JOSEPH KOSUTH
um? Ef til vill má svara þessu með því að skoða muninn á okkar tímum
og fyrri öldum. Aður fyrr voru ályktanir manna um heiminn dregnar af
vimeskjunni um hann - ef ekki af ákveðinni vitneskju eins og hjá raun-
hyggjumönnum, þá almennri eins og hjá rökhyggjumönnum. Tengslin
milli heimspeki og vísinda voru oft svo náin að vísindamenn og heim-
spekingar voru einn og sami maðurinn. Allt frá tíinum Þalesar, Epíkúros-
ar, Heraklíts og Aristótelesar til Descartes og Leibniz „voru mikilmenni
heimspekinnar líka mikilmenni Hsindanna“.4
Heimsmynd 20. aldar er allt önnur en heimsmynd fyrri alda og óþarft
að rökstyðja það hér. Er hugsanlegt að maðurinn hafi lært svo rnikið og
að „vit“ hans sé slíkt að hann geti ekki lagt trúnað á rökleiðslur hefðbund-
innar heimspeki? Að hann viti ef til vill of mikið um heiminn til þess að
koma með slíkar ályktanir? Sir James Jeans segir einiTiitt:
... Þegar heimspekin hefur sótt sér niðurstöður vísindanna,
hefur hún ekki tileinkað sér óhlutbundna, stærðfræðilega
lýsingu á mynstri atburðanna, heldur þá myndrænu lýsingu
sem tíðkaðist um þær mundir á þessu mynstri. Þannig hefur
hún ekki tekið til sín óyggjandi þekkingu heldur tilgátur. Þær
tilgátur voru oft nógu góðar fyrir þann heim sem miðaðist við
stærð mannsins en ekki, eins og við vitum nú, fyrir þau nátt-
úruferli sem á endanum stýra atvikum mannheimsins og færa
okkur næst hinu sanna eðli veruleikans.5
Hann heldur áfram:
Ein afleiðing þessa er að viðtekin heimspekileg umþöllun um
mörgvandamál, t.d. orsakalögmál og viljafrelsi eða efnishyggju
og hughyggju, er byggð á túlkun á atburðamynstrinu sem er
ekki lengur góð og gild. Vísindalegum grundvelli þessara eldri
umræðna hefur verið skolað burt og með honum flutu allar
rökfærslurnar .. .6
Með 20. öldinni kom tímabil sem kalla mætti „endalok heimspekinnar og
upphaf listarinnar“. Eg meina þetta auðvitað ekki bókstaflega, heldur
4 Sir James Jeans, Pbysics and Philosophy (Ann Arbor, Michigan, Michigan University
Press), bls. 17.
5 Sama rit, bls. 190.
6 Sama rit, bls. 190.
x32