Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 143
LIST EFTIR HF.TMSPF.KT
Ég endurtek: Það sem listin á sameiginlegt með rökfræðinni og stærð-
fræðinni er að hún er klifun; þ.e.a.s. „listhugmyndin“ (eða ,,verkið“) og
hstin eru eitt og hið sama og má meta sem hst án þess að leita staðfest-
ingar með því að fara út fyrir samhengi hstarinnar.
Til samanburðar skulum við skoða hvers vegna list getur ekki verið
(eða lendir í ógöngum ef hún reynir að vera) raunhæfing. Eða, með öðr-
lun orðum, þegar ganga má úr skugga um sanngildi þess sem hún stað-
hæfir á grundvelli reynslu. Ayer segir:
... Mælikvarðinn sem við notum til að meta gildi a p?iori setn-
inga eða rökhæfinga nægir ekki til þess að ákvarða gildi empír-
ískra setninga eða raunhæfinga. Því að það er einkenni raun-
hæfinga að gildi þeirra er ekki aðeins formlegt. Þegar sagt er að
setning í rúmfræði eða kerfi setninga í rúmífæði sé ósatt, þýðir
það að í þeim felist mótsögn. En raunhæfing eða kerfi raun-
hæfinga, getur vel verið mótsagnalaust en samt verið ósatt. Það
er ósatt, ekki vegna þess að það sé gallað að forminu til, held-
ur vegna hins að það stenst ekki einhvern efnislegan mæli-
kvarða.21
Óraunveraleiki „raunsæislistar“ stafar af því að sem hstræn seming er
hún smíðuð eins og raunhæfing: Maður freistast alltaf til að „sannprófa“
setninguna út frá reynslu. Staða realismans sem raunhæfingar leiðir
mann ekki aftur til baka að umræðu innan hins stærri ramma spurninga
um eðfi listarinnar (eins og verk Malevich, Mondrian, Pollock, Rein-
hardt, fyrri verk Rauschenberg, Johns, Lichtenstein, Warhol, André,
Judd, Flavin, LeWitt, Morris og annarra) heldur er manni varpað af
„braut“ hstarinnar og út í „óendanlegan geim“ mannlegrar tilveru.
Hreinan expressíónisma mætti, með orðum Ayers, skoða þannig:
„Setning sem samanstæði af ábendingartáknum mundi ekki tjá raunveru-
lega fullyrðingu. Hún væri aðeins upphrópun, en lýsti ekki með neinum
hætti því sem henni var ædað að vísa tdl.“ Expressíónísk verk eru yfirleitt
„upphrópanir“ af þessu tagi settar fram á formfræðilegu tungumáli hefð-
btmdinnar hstar. Pollock skiptir máh vegna þess að hann málaði á lausan
striga sem lá lárétt á gólfinu. Það sem skipti hins vegar ekki máli er að
hann strengdi strigana seinna meir á ramma og hengdi þá upp á vegg.
21 Sama rit, bls. 90.
Í41