Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 183
MYNDIR OG MAL
En eftir því sem Languages ofArt vindur fram, virðist Goodman hafa
slegið táknffæðingunum við í þeirra eigin leik. „Gangverk skynjunarinn-
ar“ sem virðist gefa ákveðnum myndgerðum forgang (ljósmyndum, fjar-
víddarmyndum, sjónhverfingum) og ganga út frá vitsmunalegum áhrif-
um þeirra, reynist vera jafn bundið venju og hefð og hvaða texti sem er.
„Úr f)arvíddarmyndum“, segir Goodman, „eins og öllum öðrum, þarf að
lesa, og lestur er hæfileiki sem þarf að læra“ (LA, 14). Ljósmyndir hafa
enga sérstaka stöðu sem endurgerðir sjónrænnar reynslu eða sem
„ólykluð boð“, að mati Goodmans: „svip, sem fer forgörðum á ljósmynd-
inni má ef til vill ná í skopmynd“ (LA, 14). Prófsteinn tryggðarinnar er
aldrei aðeins „raunverulegi heimurinn“ heldur einhvers konar stöðluð
gerð af heiminum. „Raunsæ ffamsetning ... byggist ekki á eftirlíkingu
eða blekkingu eða upplýsingum heldur á innrætingu“ (LA, 38). Til sönn-
unar þessu menningarlega afstæða sjónarhomi á raunsæislegt myndmál,
vitnar Goodman til mannffæðinga sem hafa oftiega bent á að fólk sem
aldrei hefur séð ljósmyndir þarf að læra að horfa á þær, það er, hvemig
eigi að lesa það sem sést (LA, 15n). „Gangverk skynjimarinnar“ sem svo
oft er skírskotað til sem þeirrar undirstöðu í allri menningu sem þarf til
að skilja ákveðnar myndgerðir, virðist ekki leika neitt hlutverk í kenningu
Goodmans um myndir.
I stuttu máh lítur út fyrir að Goodman geri sig sekan um næstum alla
hugsanlega glæpi gegn almennri skynsemi. Hann neitar því að til sé
heimur sem við getum notað sem prófstein fyrir táknlægar framseming-
ar okkar og lýsingar; hann neitar því að staða ljósmynda og raunsæis-
mynda sem ffamsetningar sé háð því hversu líkar þær eru hlutunum;
hann smættar öll táknform, og jafnvel allar skynathafnir, í menningarlega
afstæðan tilbúning eða túlkanir. Og þessi smættun allra tákna í merking-
armiðaðar venjur, virðist eyða öllum eðlislægum mismun milli ólíkra
tákngerða: „Venslin milli myndar og þess sem hún táknar er ... samlög-
uð vensltmum milli umsagnarinnar og þess sem hún á við ...“ (LA, 5).
Stílbragðið ut pictura poesis24 virðist hafa blómstrað orðrétt í verki
Goodmans. Myndir jafint sem málsgreinar, verður að lesa sem tilviljun-
arkenndan lykil. Niðurstaðan, eins og E.H. Gombrich lýsir henni, er
„öfgakennd vildarhyggja“ sem stefnir að því að útmá öll mörk milli tákn-
24 Eiginlega „eins og myndin er skáldskapurinn", lína úr Ars Poetica eftir Hóras. Þýð.
181