Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 149
Roland Barthes
Retórík myndarinnar
„Það sem heillar mig er samband myndar og
texta, það er mjög flókið samband sem einmitt
þess vegna vekur sanna sköpunargleði, eins og
þegar ljóðskáld nutu þess að kljást við erfiðar
rímþrautir."1
Roland Barthes (1915-1980), táknfræðingur, bókmenntafræðingur, strúktúral-
istd, póst-strúktúrahsti, var eins og sést á þessari upptalningu ftæðimaður sem
ómögulegt er að njörva niður.2 Hann þróaðist stöðugt í hugmyndum sínum, tók
við stefhum og straumum frá öðrum og hafði ekki síður gífurlega mótandi áhrif
sjálfur. Hann tengist í raun öllum helstu straumum í bókmenntum og bók-
menntafræðum eftir seinna stríð; nýsögunni, strúktúrahsma og póststrúktúral-
isma og er nútildags orðaður við menningarffæði, þótt sú grein hafi í meginat-
riðum mótast eftír að hann féll frá eins og Astráður Eysteinsson hefur bent á.3
Alain Robbe-Grillet heldur því if am í sjálfsævisögu sinni Le Miroir qui revient að
Barthes hafi ekki verið hugmður,4 Barthes er með öðrum orðum ffæðingur sem
forðast „eina stóra hugsun“, „eina lausn“, sem þó má ekki skilja svo að hann leiti
ekki merkingar í greiningu sinni á bókmennmm, tónlist, myndum, kvikmynd-
um og auglýsingum, heldur firemur að hann bendi á að þar sé ekki endilega eina
1 „What I love is the relation of the image and the text, a very difficult relation but
which thereby provides truly creative enjoyment, the way poets used to enjoy work-
ing on difficult problems of versification.“ Roland Barthes í viðtah við Angelo
Schwartz og Guy Mandery í Le Photograph febrúar 1980, birt í The Grain ofthe Voice:
Interuiews 1962-1980, þýð. Linda Coverdale, London: Johnathan Cape, 1985, bls.
353-360, bls. 359.
2 Sjá nánar um verk Rolands Barthes og feril í grein Ástráðs Eysteinssonar, „Tóm til
að skrifa: um fræðaferil og óvissufræði Rolands Barthes“, inngangur að Skrifað við
míllpimkt, þýð. Gauti Kristmannsson og Gunnar Harðarson, Reykjavík: Bók-
menntafræðistofhun Háskóla íslands 2003, bls. 11-31.
3 Astráður Eysteinsson, „Tóm til að skrifa“, bls. 11.
4 Alain Robbe-Grillet, Le Miroir qui revient, París: Editions du minuit, 1984, bls. 54.
147