Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 40
GUNNAR HARÐARSON
blasir auðvi tað við að myndin er af pípu og
engu öðru. Sömu leið má fara þegar sög-
mnar um Snúð og Snældu eru skoðaðar,
það má reyna að horfa framhjá skrifrinni,
setja sig í spor ólæsra bama og reyna að
glöggva sig á hvaða sögu myndirnar segja
óháð textanum. Ef þessi leið er farin og
ekkert mark tekið á hinum prentaða texta
virðast flest einkenni Snúðs benda til þess
að hann sé kvenkyns, en flest einkenni
Snældu afrur á móti til þess að hún sé karl-
kyns. Lítum nánar á þessi einkenni.
Byrjum á fjórðu bókinni, Snúður og
Snœlda í sumarleyfi. Alyndin á kápu og titil-
síðu sýnir að þau fara í smnarleyfið á vespu.
Snúður ekur en Snælda situr aftan á með bakpokana og veiðistangimar.
Snúður ekur að vísu, en harm situr mjög settlega á vespunni, með rauða
prjónahúfu með hvítum röndum og örlitlum bláum dúski á höfðinu og
rauðan hálsklút, með hné og læri saman eins og siðprúð stúlka í pilsi.
Rauði liturinn er áberandi á hálsklútnum, ökumamisgleraugunmn og
húfunni. Snælda, aftur á móti, baðar út höndunum og hrópar eitthvað.
Seinna, þegar þau fara að sofa má sjá að Snælda fer í blá náttföt eins og
strákur. Náttföt Snúðs sjást ekki, en hann er hræddur við pöddur og
Snælda skellihlær að honnm fyrir það. Síðan kemm í ljós, þar sem Snúð-
ur situr stúrinn uppi í tré, að
hann er í bleikum náttfötum eins
og stelpa. Um morguninn þegar
Snælda er að snyrta sig fyrir
framan spegil hefur hún Ijósrautt
handklæði um hálsinn. Snúður
situr við morgunverðarborðið,
enn með fætur saman og kross-
leggur armana og skammast í
Snældu. Við fyrstu sýn mætti
ætla að nú sé það Snælda sem
sýni dæmigert kvenlegt atferli, en
úr því að hún er ekki að laga
38