Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 175
MYNDIR OG MAL
Líkindi, hversu mikil sem þau eru, geta augljóslega ekki verið
nægjanlegt skilyrði fyrir því að tákna ... Líkindi eru ekki held-
ur nauðsynleg fyrir tilvísun; svo til allt getur staðið fyrir hvað
sem er. Mynd sem stendur fyrir einhvem hlut - alveg eins og
kafli sem lýsir honum - vísar til hans og einkum og sér í lagi,
merkir hann. Merkingarkjami er kjarni táknunar og er óháður
Kkindum. (LA, 4)
Ein leið til að leysa þetta vandamál er að fara að tillögu Umbertos Eco
um að menn hugleiði það í táknfræðinni að „losa sig alfarið við ‘íkonísk
tákn’“:
venja stjómar íkonískum táknum að hluta til en þau em um
leið undirbyggð; sum vísa til viðtekirmar stílreglu, önnur virð-
ast stinga upp á nýrri reglu ... I öðrum tilfellum virðist samlík-
ingin, þótt stjómað sé af ríkjandi venjum, tengjast fremur
grundvallargangverki skynjunarhmar en skýmm menningar-
legum venjum ... Ein og aðeins ein niðurstaða virðist möguleg
á þessu stigi: íkoiiismi er ekki eitt staktfyrirbœri, né heldur aðeins
táknfræðilegt. Það er samsafn fyrirbæra sem hópað er saman
undir eitt allsherjar merkispjald (alveg eins og orðið „plága“ á
miðöldum náði líklega yfir marga ólíka sjúkdóma) ... Það er
sjálf hugmyndin um tákn sem er óvetjandi og sem gerir hina af-
leiddu hugmynd um „íkonískt tákn“ að svo mikilli ráðgátu.10
Vandamálið við íkonið er ekki aðeins að það felur í sér of margra hluti
heldur það sem meiru varðar, að heildarhugmyndin um „tákn“ sem feng-
in er frá málvísindunum, virðist ekki falla að eðli íkonsins almennt, og
sérstaklega myndtáknum. Drottnun málvísindanna strandar einmitt á
þeirri hugmynd sem virtist halda henni á flotd, og vonin um strangari
greinarmun ímynda og texta, myndtákna og orðtákna, rennur okkur aft-
ur úr greipum.
Með nákvæmari hættá mætti líka segja að sami gamli greinarmunurirm
- en það voru vankantar hans sem hrundu af stað leitinni að „almennum
vísindum um tákn“ - hafi tdlhneigingu tdl að spretta upp aftur þrátt fyrir
góðar tdlraunir tdl að reyta hann burt. Sundurleitnin meðal íkonískra
tákna sem fékk Eco tdl að líta á þau sem ruglingslega kategóríu er einmitt
10 A Theory of Semiotics, bls. 216. Skáletranir UE.
173