Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 136
JOSEPH KOSUTH
hlutverks þeiiTa. í stað þess að reyna að gn'pa eða lýsa hugtökunum nökt-
um, ef svo má að orði komast, skoðar sáljræðingurinn hveiviig þau virka
sem þættir ískoðunum og dómum. - Irving M. Copi
Merking er alltafforsenda hlutverks. - T. Segerstedt
... viðfangsefhi hugtakarannsókna er merking ákveðinna orða eða orða-
satnbanda - ekki hlutimir eða það ástand hlutanna ýálfia sem við tölum
um þegar við notum orðin eða orðasamböndin. - G.H. Von Wright
Hugsun byggist öðru fremur á myndhverfingum. Tenging með líkingu er
frumlögmál hennar eða frumregla, orsakaflétta hennar. Merking kemur
aðeins fram í samhengi orsaka þar sem táknið stendur fyrir (tekur sæti)
einstaklings af einhvem tegund. Að hugsa um eitthvað er að takaþað seifi
einhverja tegund hluta (sem þetta eða hitt) ogþetta „sem“ dregur með sér
Qjóst eða leynt) líkinguna, hliðstæðuna, myndhverfingardrættina eða
grunninn eða gripið eða tökin sem ein duga til þess að hugurinn nær tök-
um á viðfanginu. Hann nær engum tökum ef hann hefur ekkert til þess að
toga, því að hugsun hans er togið, aðdráttaraflþeiira hluta sem sviparsam-
an. - I.A. Richards
í þessum kafla ræði ég aðskilnað fagurfræði og listar, vík stuttlega að
formalískri list (því að hún er ein meginstoð hugmyndarinnar urn fagur-
fræði sem list) og fullyrði að listdnni svipi til rökhæfmgar, og að það sé
tilvera listarinnar sem klifunar sem geri listinni kJeift að halda sig í
ákveðinni „þarlægð" frá heimspekilegum álitamálum.
Það er nauðsynlegt að skilja á milli fagurfræði og listar, því að við-
fangsefni fagurfræðinnar er skynjun okkar á heiminum almennt og yfir-
leitt. Aður fyrr var önnur kvíslin á hlutverki listarinnar skreytigildi henn-
ar. Þeim sviðum heimspekinnar sem tóku til umfjöllunar „fegurð“ og þar
með smekk bar því óhjákvæmilega skylda til þess að fjalla jaínframt um
listina. Upp úr þessum „vana“ spratt hugmyndin um að röktengsl væru
milli listar og fagurfræði, sem er rangt. Þar til nýlega hefur þessi hug-
mynd aldrei brotið verulega í bága við hugðarefni listamanna. Astæðan
er ekki eingöngu sú að formleg einkenni listarinnar hafa viðhaldið þess-
ari ranghugmynd, heldur einnig sú að hin svonefiidu önnur „hlutverk“
listarinnar (myndgerving trúarlegs boðskapar, andlitsmyndir af fyrir-
mennum, skreyting bygginga o.s.frv.) beittu listinni til þess að breiða yfir
listina.
Hlutir, sem sýndir eru innan samhengis listarinnar (og þar til nýlega
x34