Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 167
W.J.T. Mitchell
Myndir og mál
Nelson Goodman og málfræði mismunarins
Kaflinn sem birtist hér, Myndir og mál, Nelson Goodman og málfræði mismun-
arins, er annar kaflinn í bók WJ.T. Mitchell, Iconology - Image, Text, Ideology
(Táknfræði mynda - myndir, texti, hugmyndaffæði) sem var gefin út í Banda-
ríkjunum árið 1986. Eins og Mitchell útskýrir í byrjun bókarinnar þá er henni
ætlað að fjalla um þau svör sem gefin hafa verið við spurningunum, hvað er
mynd, og, hver er munurinn milli mynda og orða? I bóldnni rekur hann sig í
gegnum nokkra lykiltexta um þetta efni en kemst að því að duldir hagsmunir og
óskrifuð hugmyndaffæði búa að baki því hvernig tekið hefur verið á þessum
spumingum. I staðinn fyrir einfaldar kennisetningar og skipulagða kerfissmíð
táknfræðinga sér Mitchell viðleitni til að festa í sessi gildismat og pólitíska hug-
myndafræði í gervi hlutlausrar fræðimennsku.
W.J.T. Mitchell er prófessor í enskum bókmenntun og listasögu við Chicag-
oháskóla. Meðal bóka sem hann hefur gefið út má nefna, auk fyrrnefhdrar bók-
ar, Picture Theory, sem kom út 1994. Mitchell stofnaði tímaritið Critical Inqniry
árið 1975 og hefur stýrt því alla tíð síðan, en tímaritinu var ætlað að vera vett-
vangur fyrir gagnrýna þverfaglega rannsókn á menningu og stjórnmálum.
Rannsóknir Mitchell hafa beinst að því að skoða tengslin milli mynda og orð-
ræðu í því skyni að leiða mönnum fyrir sjónir hvernig myndir eru mótaðar af og
styrkja ríkjandi hugmyndaffæði. I þessu samhengi hefur hugtakið hugmynda-
ffæði sterkan marxískan undirtón, þ.e. skoðað er hvemig myndir þjóna hags-
munum ríkjandi valdhafa eða efnahagslegra afla.
A áttunda og níunda áratugnum var hugmyndin um kerfisbundna táknffæði,
semótík, mikið til umræðu og miklar vonir bundnar við að hún gæti rennt stoð-
um undir almenna rannsókn á táknum og táknkerfum, hvort sem um væri að