Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 30
AÐALSTEEMNINGÓLFSSON
ness þar sem ritstíll hans
væri of „samansúrraður“
og „tillærður“.18
Eg ætla að nefna þrjú
dæmi til viðbótar um
það hvernig Dieter um-
gengst texta, á síðari
hluta ferils síns; öll eru
þau hvorttveggja atlög-
ur, í senn dlvistarlegar
og listrænar, að viðtek-
inni merkingu orða og
bókstafa og tilraunir til
að gera þau virk á nýju merkingarsviði, eða með nýjum formerkjum.
Fyrsta dæmið er bókverkið Mundunculum sem varð til smám saman
upp úr 1965.19 Kveikjan að því er sennilega nokkrir stimplar með tákn-
um sem skoski listamaðurinn Eduardo Paolozzi lét gera; Dieter þekkti
vel til hans. Hann gengur hins vegar mun skipulegar til verks en Paolozzi
og lætur gera fyrir sig heilt „stafróf ‘ úr heimatilbúnum teikningum eða
„táknum“, þar sem hver bókstafur á sér ákveðna og óumbreytanlega sam-
svörun. Ur þessum stimplum býr Dieter til myndræna frásögn eða frá-
sagnir og gefur út á bók með áðurnefndu nafhi: Smáheimur. I fyrstunni
virðist þetta þetta heimatilbúna merkingarkerfi einfalt og gegnsætt, en
þegar vel er að gáð kemur í Ijós að það lýtur engri rökrænni stjórn sem
við könnumst við. „Táknin“ mynda ekki línuleg ferli eins og bókstafir á
síðu eða fyrirsjáanlegt myndrænt samhengi eins og japanskt eða egypskt
myndletur, heldur koma þau saman með tilviljunarkenndum eða ófyrir-
sjáanlegum hætti, og án sýnilegra tengsla við ritmálið sem fylgir með.
Þetta merkingarkerfi eða „stafróf1 er því hvorttveggja í senn, kirfilega
lokað og galopið fyrir öllum túlkunum. Sem er vissulega injög í anda
höfundarins. Stutm seinna gaf Dieter síðan út öskju með 12 stimplum úr
þessu „stafrófi“, blekpúða og leiðarvísi sem auðveldar öðrum að skapa
eigin „smáheima“.
Dieter byrjaði snemma að tengja saman texta og tónlist. Einföldustu
konkretljóð hans, samsett af sérhljóðum á stangli, eru einmitt drög að
18 Úr óprentuðum viðtölum, 1983-86.
19 Dieter Roth, Mundunculum, 1 bindi „Das Rot’sche Videu?/t“, Dumont, 1967.
28