Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 182
W.J.T. MITCHELL
textahyggja táknfræðinnar, aðferð til að skapa heiminn, byggð á tungu-
máli.
Skýring Goodmans á helsta vandræðabami táknfræðirmar, íkoninu,
virðist staðfesta tryggð hans við málvísindalíkanið. Hér er ágrip Good-
mans af klassískri ritgerð hans, „Heimurinn eins og hann er“, yfirlýsing
sem gæti ekki síður verið lýsing á ferli margra heimspekinga nútímans:
Sú alvarlega ásökun sem borin var fram gegn myndakenning-
urrni um tungumálið21 var að lýsing gæti ekki sýnt eða speglað
heiminn eins og hann er. En síðan höfum við komist að því að
mynd gerir það ekki heldur. Eg byrjaði á því að varpa mynda-
kenningunni um tungumálið fyrir róða og endaði með því að
taka upp málkenninguna um myndir. Eg hafnaði mjmdakenn-
ingunni um tungumálið með þeim rökum að formgerð
myndlýsingarinnar sé ekki í samræmi við formgerð heimsins.
En þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert til sem
heitir formgerð heimsins sem nokkuð getur verið í samræmi
við eða ekki. Það mættd segja að myndakenningin um tungu-
málið sé jafn röng og jafn sönn og myndakenningin um mynd-
ir; eða með öðrum orðum, það sem er rangt er ekki mynda-
kenningin um tungumálið heldur ákveðin algildisstefna sem
tekur til bæði mynda og tungumáls.22
Það er auðvelt að sjá hvernig slík orð mætti mistúlka sem einhvers kon-
ar „algera afstæðishyggju“. Hvernig getur nokkur útgáfa af heiminum
verið rétt eða röng ef það er enginn heimur til sem hún getur haft rétt
fyrir sér um? Hér má líka sjá hvernig táknfræðin gefur ádrátt uin „mál-
kenningu um myndir“ sem geti eytt landamærunum milli texta og mynda
- og kannski eins og táknfræðingarnir, endurreist þau svo fýrir ákveðnar
undantekningar sem njóta forréttinda eins og ljósmyndir eða aðrar
myndir sem, eins og Eco orðar það, „tengjast fremur í grundvallargang-
verki skynjunariimar en skýrum menningarlegum venjum.“23
21 e. picture themy of language. Samnefnd kenning Ludwigs Wittgenstein hefur verið
nefnd „myndakenningin um merkingu setninga“ á íslensku. Sjá inngang Þorsteins
Gylfasonar að Bláu bókinni efdr Wittgenstein, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998,
bls. 38. ÞýS.
12 Problems and Projects (New York: Bobbs-Merrill, 1972), bls. 31-32. Umrædd ritgerð
birtist í íslenskri þýðingu Loga Gunnarssonar í Hug, 1. árg. (1988), bls. 106-117.
23 Theory ofSemiotics, bls. 216.
180